miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Rúðuþurrkurnar


Þær eru ónýtar. Höfðu ekki undan í krapaslabbinu í gær. Mótorinn brann yfir og nýji Opelinn veldur vonbrigðum. Hvað á maður að segja þegar Toyota Corolla ala 1994 keyrir borubrött framhjá með rúðuþurrkurnar á fullu á meðan Zafírinn frá maí 2005 þolir ekki smá krapa? Ætli Ingvar Helgason komi til mín með nýjan mótor á morgun? Það verður frekar - því miður en við þessu er ekkert að gera. Kannski að ég leiti á náðir Hafsteins á Bílatanganum og kanni möguleikana...


Annars hef ég það á tilfinningunni að allt sé að springa út hér fyrir Vestan. Kraftur og stuð er einkennandi her á Vitastígnum - ég held að þennan kraft megi finna í fleiri húsum á svæðinu. Lýður og bandið allt komið í megrun og ég með. Veit ekki hvort menn innan bandsins taki undir þetta en það kemur þá af stað umræðum á næstu æfingum. Alltaf gott að stofna til umræðna.


Steingrímsfjarðarheiðin og fleiri vestfirzkir vegir settu stein í götu Grjóthrunsins í kvöld. Ég held að það fari að koma tími á fleiri láglendisvegi og eins og tvöþrjú göng....


mánudagur, nóvember 27, 2006

Uppgjörið við Stalín.


Í Sovétríkjunum Stalíntíminn gerður upp með eftirminnilegum hætti þegar Níkíta mætti til leiks. Í Kína er Maótíminn gerður þannig upp að menn eru farnir að játa að 15% af því sem Maó gerði hafi verið mistök. Þetta mistakahlutfall hefur aukist jafnt og þétt sl. ár.
Á Íslandi bresta framsóknarmenn í uppgjör og viðurkenna mistök gagnvart Íraksstríðinu núna í aðdraganda kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn vill líka vera með á þessum játningavelli en væntanlegur oddviti flokksins í NA segir að innrásin hafi verið mistök. Í 3 ár hafa báðir þessir flokkar keppst við að réttlæta ákvörðun sína og neitað að ræða hana með rökrænum hætti. Frasinn korteri fyrir kosningar á vel við í þessu samhengi – og er ljóst að það á að reyna að halda í vinstrihelming kjósendanna.

Er þetta sannfærandi......

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Erfitt að vera Jón


Björn Bjarnason er ekki sáttur við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formann Framsóknarflokksins. Jón opnaði Írak í ræðu sinni og taldi stríðið mistök. Björn lýkur pistli sínum um Jón á himasíðusinni með þessu orðum:

Athygli vekur, að hið eina, sem Jón Sigurðsson hefur að segja um utanríkis- og öryggismál á þessum miklu breytingatímum snertir tæplega fjögurra ára gamla atburði. Þótt vissulega skipti miklu að ræða þá til hlítar og leggja mat á þá, er jafnljóst, að þeirri fortíð verður ekki breytt. Þessir atburðir eru hluti sögunnar og viðfangsefni í því ljósi og uppgjörið vegna þeirra verður mun dramatískara annars staðar en hér á landi. Við íslenskum stjórnmálamönnum blasir hins vegar að stýra þjóðinni við nýjar aðstæður í öryggismálum og gjörbreyttar aðstæður að því er varðar hlut hennar og íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi og þá ekki síst með tilliti til alþjóðaviðskipta.

Það er vandlifað að vera Jón þessa dagana. Samstarfsflokkurinn fúll og flokksfélagar Jóns líka.

laugardagur, nóvember 25, 2006

Játningar


Nú styttist í prófkjör VG í Höfuðborgarkjördæmunum. Sniðugt að taka þessi kjördæmi saman. Það eru margir ágætir í boði þarna og jafnvel mjög frambærilegir. Gestur Svavarsson er t.a.m. einkar öflugur maður. Það væri fengur í slíkum manni á þing - þekki hann bara af góðu. Guðfríður Lilja er líka mikill snillingur - og ótrúlegur fengur fyrir VG. Árni Þór hefur lengi verið í sveitarstjórnarmálunum og kæmi þekking hans sér ágætlega á þingi enda virðist þingið ekki alltaf átta sig á stöðu sveitarfélaganna. Kata er alltaf að fá meiri ballast og líklega er akkúrat hennar tími núna.

Ég kýs ekki þarna enda hættur í flokknum. En ég endurtek - þarna er margt gott fólk á ferðinni sem gott verður að fá á þing.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Aukajól


»Juleaften er ikke længere højdepunktet, men snarere et slutpunkt«, siger lederen af Dansk Folkemindesamling, Else Marie Kofod, der forsker i traditioner og ritualer.I det hele taget er den traditionelle jul i opbrud. Salget af udlandsrejser boomer, bedsteforældrene flygter fra familien og tager på højskole, og julegaverne er skiftet ud med velgørenhed. Mange restauranter og barer holder åbent, fordi folk ikke kan holde mere jul ud. Nytåret bliver større højdepunkt. Nytårsaften er ifølge Else Marie Kofod juleaftens værste konkurrent. »Før i tiden var det ultimative højdepunkt juleaften, og så kom julehyggen i dagene helt op til nytår. Selve nytårsaften var ikke noget særligt. Det er det blevet, fordi man er sammen med vennerne. I dag starter nytårsforberedelserne allerede tredje juledag, så højdepunkterne er simpelthen blevet forrykket«, siger hun.

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. En eigum við ekki að trúa að Danir séu eitthvað frábrugðnari en við. Hins vegar er þetta alveg ómöguleg þróun þessi auka-auka jól.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hátíð


Átti að flytja ræðu á “ríjúníói” nemenda sem útskrifuðust úr Hlíðaskóla árið 1986. Þetta átti að gerast 4. nóvember en veður voru válynd og því fór Grímur ekki suður. Mér þótti það leiðinlegt. Hérna er ræðan:

Haustið
Klukkan er níu eða er hún kannski 12? Það er september og árið er 1979. Ég stend fyrir framan nýja skólabyggingu. Ég er nýkominn frá Raufarhöfn þar sem ég var með langömmu minni eins og önnur sumur eftir sveitina. Hafði byrjað á Egg í Hegranesi og endað á Ríben hjá ömmulín.

Ísaksskóla er lokið og nýr kapítuli að hefjast. Bý vel að teiknihæfileikum eftir árin hjá Herdísi Egilsdóttur. Búinn að fara í fisk hjá Rúnari Gests og stunda stríðsleiki með Árna Kristjáns. Ég er bjartur yfirlitum með ljósa lokka. Amy Engilberts spáði fyrir foreldrum mínum þegar ég var ókominn í þennan heim að fiðluleikari með ljósa lokka væri á leiðinni.

Á skólalóðinni má sjá börn að leik. Strákar í fótbolta og stelpur í parís. Tek strax eftir því að liðin á fótboltavellinum eru ansi misskipt. Í öðru liðinu er sterklegur strákur í teygju merktri Pelé og annar strákur frekar hippalegur til fara og greinilegt að foreldrarnir hafa tekið þátt í byltingarlegu vafstri. Hitt liðið saman stendur af öllum hinum – u.þ.b. 14 strákum sem elta Pele og kommúnistann.

Stelpurnar í parísnum vöktu auðvitað talsverðan áhuga enda nokkrar verulega sætar. Hallgerður Langbrók eða staðgengill hennar á 20. öldinni hafði sig mest í frammi og stjórnaði aðgerðum. Tilvonandi barnæskuást mín stóð þar skammt hjá og önnur þrætuepli - evukyns - næstu ára einnig.

Ég stend sem fastast enda kann ég hvorki fótbolta eða parís – ég var í Ísaksskóla, þar voru æðri listir ástundaðar og taktískir herleikir. Skyndilega hringir bjallan og ég álpast í röð. Þar sem ég stend og reyni að taka vel eftir umhverfinu er hendi laumað í lófann á mér. Hjartað tekur kipp – getur verið að þetta sé sæta stelpan sem var í parís? Stelpan sem ég tók eftir í fyrradag þegar ég var að fara til pabba í Grænuhlíðina? Ég læt mig dreyma – á örskotsstundu rennur allt líf mitt til þessa dags í gegnum huga minn og öll árin sem ég og stelpan þarna uppi í húsinu við hliðina á pabba munum eyða saman. Endalausir spagettívestrar á laugardagskvöldum með appolólakkrísafgöngum – er hægt að hugsa sér betra líf?

Ég gleymi mér alveg og loka augunum. Sný mér að stúlkunni og set stút á varirnar. Taugaveiklun fyrsta skóladagsins hefur komist í miðtaugakerfið og drepið alla skynsemi og alteregóið tekur við. Hún er mín – þessi eina hún er mín. Við göngum um akra bíóhúsanna, Star Wars, Grease og brilljantín. Ég er flottastur og hún er alveg sammála.

Ég opna augun og lít á drottningu minna drauma rétt áður en ég kyssi hana. Hjartað hættir að slá. Við hlíð mér stendur fremur renglulegur drengur með freknur og kartöflunef. Þetta er ekki stúlkan sem mér var ætluð. Þetta er eitthvað allt annað. Fyrirbærið segir hæ og spyr mig: Ertu nýr eins ég? Ég var að flytja í bæinn frá Akureyri – ég heiti Mörður.

Lok sögunnar eru öllum kunn. Hárlitur og allt mitt fas breyttist. Fíngerði listamaðurinn með ljósu lokkana vék fyrir makkinu með braskaranum að norðan. Tónlistarkennsla Jóns Kristins Cortes kom alveg í veg fyrir fiðluleik en hann reyndist vera hinn mesti fauti. Allur áhugi á íþróttum lagðist í dróma við kennslu hins natna barnahatara Þórarins R. En í hundana hefði maður algjörlega farið ef meistara Árna Pé hefði ekki notið við auk Ásdísar ömmu hans Krissa sem sinnti okkur svo vel á göngunum. Þóra og Sigurbjörg komu líka auga á að innst inni var drengurinn með ljósa lokka og fiðlustreng.

Góðlegi hippastrákurinn sem fékk slétt og fellt skódauppeldi í Hlíðunum er eins og allir vita innsti koppur í búri í ríkasta fyrirtæki Íslands þar sem hann lemur á saklausum lífeyrissjóðsgreiðendum – sendir þeim í besta falli teppi. Hann býr ekki lengur í Hlíðunum heldur í Arnarnesinu en þar búa menn af hans sauðarhúsi. Við getum aðeins gert okkur í hugarlund hvernig foreldrum þessa pilts líður.

Gulli Pelé með símanúmerið 50459 lifði á rækjusamlokum og krónukössum fram eftir grunnskóla. Hann fór þó að ókyrrast síðustu dagana í Hlíðaskóla og reyndi sitt besta í frægu skólaferðalagi í Þórsmörk. Hann kom fyrir í potti fiskbollum úr Oradós og hitaði. Að hræra var meira en Pelé réði við þannig að heitur var rétturinn efst en kaldur neðst. Honum hefur farið lítið fram við matseld þeim ágæta manni.

Drottningar drauma minna fóru allar í aðra átt en ég. En þær eiga árin frá því ég var 8 ára þangað til að ég fékk fyrsta skeggbroddinn. Skálum fyrir þeim og öllum þeim sem þvældust með okkur þessi ár hafta – fremstir í flokki voru þeir Utangarðsmenn og drengirnir í Rickshaw. Blue Nun, Torres og brennivín í póló....

Þetta voru ágæt ár.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Valur var einu sinni fugl...


sem flaug hátt. Ungir efnilegir menn í flestum stöðum í karlaflokki og allir hressir - þetta var í kringum 1987. Menn eins og Baldur Bragason, Einar Þór Daníelsson, Gunnlaugur Einarsson, Gunnar Már Másson, Steinar Adolfsson, Þórður Bogason, Jón Þór Andrésson og Arnaldur Loftsson voru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Eggert Magnússon var prímus mótor í stjórn félagsins. Það var ekki veðjað á ungu mennina. Heimir Karlsson og Lárus Guðmundsson voru keyptir fyrir metfé og Valur tók dýfu. Ungu strákarnir hættu flestir að spila með Val og fóru til annarra félaga þar sem þeir gerðu góða hluti. Ég vona að Eggert Magnússon hafi sjóast í fótboltaleiknum.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Reykjavík

Margir dagar í Reykjavík að baki. Sufjan var frábær – þrátt fyrir minniháttar hnökra á framkvæmdinni: kalt, þröngt og salernisaðstaða vond. Ég ber ábyrgð á því ekki Sufjan en hann skilaði sínu með ótrúlegum hætti! Með flottari viðburðum.

Valdimar Leó hætti í Samfylkingunni og gerðist óháður um helgina. Ónefndur þingmaður kallaði hann reyndar um daginn Valdimar Lúðvík en eins og margir vita er sá Valdimar eðalkrati að vestan. En það er ekki kjarni málsins heldur þessi brottför hans. Ég skil ekki þetta fyrirkomulag. Maður sem kosinn er á þing fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk (reyndar sem 3. varamaður) ákveður að hætta í flokknum en ætlar samt að halda áfram að vera þingmaður – er þetta eðlilegt? Hér er ekkert lýðræði á ferðinni og heldur ekki korrekt siðferði. Ég hugsa að 4. varamaður flokksins gæti vel hugsað sér að starfa fyrir flokkinn. Mér fannst það jafn einkennilegt þegar Gunnar Örlygsson skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn – man reyndar ekki hvernig þetta var með Kristinn H. Kjósendur eru að velja fólk til næstu fjögurra ára ekki í nokkra mánuði í senn. Þeir sem kusu Valdimar Leó og Gunnar Örlygsson voru ekki að kjósa menn á lista óháðra.

Hef verið að heyra meira og meira minnst á fjórflokkinn svokallaða að undanförnu. Skilgreiningin hefur verið að VG, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn séu gamli fjórflokkurinn. Frjálslyndir telja sig ekki til þessa fjórflokks. Ég er svo sem sammála því að Frjálslyndir eru ekki partur af gamla fjórflokknum en það eru VG og Samfylkingin ekki heldur. Í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi er fólk sem tók þátt í stjórmálastarfi innan fjórflokksins - ekki síst í Frjálslynda flokknum. Gamli fjórflokkurinn er löngu dauður og er það alveg ágætt.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Atli Magnússon


Las undarlega samantekt um stöðu þýðinga í bókaflórunni á Íslandi í mogganum í dag. Þar voru þýðendur nokkrir tilteknir en eitt nafn algjörlega undanskilið. Síðustu ár hefur einn þýðandi borið höfuð og herðar yfir aðra þýðendur hvað afköst og athyglisverð verk áhrærir. Verkin sem eftir liggja eru m.a.: Meistari Jim, Nostromo, Morgunverður á Tiffanys, Aðrar raddir aðrir staðir, Nóttin blíð, Carrie systir, Fall konungs og Borgarstjórinn í Casterbridge. Þessi verk hafa komið út sl. 7 ár. Mér rennur blóðið til skyldunnar þegar ég bendi á afrek Atla Magnússonar. Þegar menn ætla að fjalla af einhverri alvöru um þýðingar bókmenntaverka á Íslandi er augljóst að hans hlut þarf að telja með. Ég hef ekki viljað taka undir með mönnum þegar þeir benda á lagskiptingu bókmenntanna á Íslandi. Pabbi hefur hins vegar lítið verið hampað og það þykir mér miður. Hann á hrós skilið fyrir magnaðar þýðingar.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunnudagur


Mikil veisla í dag og ég tek ljóst að mjög vantar upp á kröftuga líkamsrækt næstu vikurnar til þess að brenna veigum Frú Númer 12. Langaði reyndar að horfa á Liverpool – Arsenal í dag en veislan bjargaði. Afleit úrslit og bayonnesskinkan var góð sárabót. Man að eitt prinspólóstykki þýddi (og þýðir enn) að maður þyrfti að draga líkamsþyngd sína upp á Esjuna.

Gott að liggja á meltunni í kvöld og gera ekkert. Spurning hvort eitthvað af þessum 15 ínáanlegu vestfirsku sjónvarpsstöðvum bjóði upp á tæra snilld fyrir slík tilefni?

Í gær lék Grjóthrunið fyrir dansi í pásum á balli í Víkurbæ. Höfðingjarnir í Baggalúti voru aðalmenn kvöldsins og stóðu sig með mikilli prýði. Ég gat ekki betur séð en Ísfirðingar og aðrir nærsveitarmenn hafi fjölmennt á ballið og er það gott. Gleðin fór vel fram og veður hélst gott.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Grjóthrun


Grjóthrunið mætir til leiks á laugardaginn. Lýður er í miklum ham enda tilnefndur til Edduverðlauna þetta árið. Læt hér fylgja meistaraverk Braga Valdemars um Víkina

Lesbók - Gagnrýni: Nói albínói

Ekki veit ég hvað ungum kvikmyndagerðarmanni gengur til, þegar hann heldur af stað með fríðu föruneyti, peningakistlum og vistum til að taka kvikmynd í fullri lengd - og velur til þess, fram yfir allar þær fannfergðu fjallahvilftir sem finnast á Vestfjörðum, - sjálfast erkiklóak hins siðmenntaða heims, vítispyttinn og ömurðarkvosina Bolungarvík!

Þetta þykja mér undarleg vinnubrögð, sérdeilis og sér í lagi í ljósi þess að steinsnar frá gallfylltri dómsdagsvíkinni þeirri arna má finna glitrandi perlu, unaðsreit sem hvílir þögull milli fannfergðra fjallstinda og horfir yfir djúpið. Já þar má líta heiðbláan Hnífsdalinn, hlýlegan, gjöfulan.

En það var ekki nógu gott fyrir borgalinn uppskafinn sirkússtjóra að sunnan, nei. Hann þeysti í blindni framhjá dalnum hvíta með allt sitt hafurtask, kaffi og meððí og kaus heldur að fremja sín vélabrögð og drísilkúnstir á náströndum þeirra Bolunga.

Gott og vel. Ég kyngdi stoltinu, beit mig fastan í stólbakið og lét mig hafa að horfa á ósköpin, enda sanngjarn maður. Mér að óvörum var myndin góð, meir að segja mjög góð - og smám saman fyrirgaf ég strákkvikindinu næstum að hafa valið þennan ógeðfellda tökustað.

Nói sjálfur var frábærlega leikinn af vandlega rökuðum pilti, hálffrönskum, og var ekki laust við að óvanalegt látbragð hans næði að hluta að bræða mitt helfrysta hjarta. Aðrir stóðu sig bærilega, þó ég fyrirgefi fjandakornið engum að taka að sér hlutverk andskotanna í norðri.

Sagan er einföld, einsemd og tilbreytingarþurrð veraldarhjarans skín úr hverju smáatriði og undir lokin óttast maður jafnvel pínulítið um afdrif Nóa. En allt fer þó vel að lokum og víkarahelvítin fá makleg málagjöld.

Og nú sum sé flakkar um heiminn bíómynd úr Bolungarvík, þessu höfuðbóli viðurstyggðar og óeðlis, Gómorru norðursins. Hef ég fyrir satt að myndin hali inn hin og þessi verðlaun og er það í sjálfu sér gott og blessað - en eitt vil ég þó segja leikstjóranum knáa að skilnaði: Það þýðir ekki að steyta hnefa og sjúga í nös að ári þegar þú horfir volandi á eftir óskarnum í hendur einhvers brasilísks fúskara - þá er of seint að slá upp búðum í Hnífsdal.


Þetta er einkar myndrænn kvikmyndadómur....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Heyrði það í Blaðinun og sá það á hljómplötu

Frægasti njósnaforingi Austur-Þýskalands látinn
Markus Wolf, fyrrum yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar, er látinn 83 ára að aldri. Wolf var einn af áhrifamestu mönnunum í kalda stríðinu svonefnda en hann stýrði erlendri starfsemi leyniþjónustunnar, sem nefnd var Stasi, um 30 ára skeið. Þegar Berlínarmúrinn svonefndi féll árið 1989 voru fastir starfsmenn Stasi um 90 þúsund og mörg hundruð þúsund manns voru einnig á launaskrá leyniþjónustunnar sem uppljóstrarar.


Við þurfum samt ekki að hafa af þessur neinar áhyggjur. Austur Þýskalandið sem flutt er til Bolungarvíkur tengist þessum höfðingja ekki neitt. Eins og allir vita vantar mínusinn í Austrið í Bolungarvík (sumir kalla það reyndar bandstrik).

Upp flaug frjálslyndið

Ólyginn sagði mér að innflytjendaskoðanakönnunin gefi Frjálslyndum 11%. Nú er að það bara spurningin - hvert ætlar þjóðin? Eigum við að ganga til framtíðar eða rúlla aftur til fortíðar? Þetta eru viðvörunarbjöllurnar - gott að þær heyrist en mikilvægast að taka mark á þeim. Allir tapa nema Samfylkingin af hinum flokkunum. Kannski vegna þess að Steinunn Valdís var akkúrat á hinum endanum þegar Magnús Þór greip gæsina.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Dásamlegt


Casimir Pulaski Day með Sufjan Stevens

Golden rod and the 4-H stone
The things I brought you
When I found out you had cancer of the bone

Your father cried on the telephone
And he drove his car to the Navy yard
Just to prove that he was sorry

In the morning through the window shade
When the light pressed up against your shoulder blade
I could see what you were reading

Oh the glory that the lord has made
And the complications you could do without
When I kissed you on the mouth

Tuesday night at the bible study
We lift our hands and pray over your body
But nothing ever happens

I remember at Michael's house
In the living room when you kissed my neck
And I almost touched your blouse

In the morning at the top of the stairs
When your father found out what we did that night
And you told me you were scared

Oh the glory when you ran outside
With your shirt tucked in and your shoes untied
And you told me not to follow you

Sunday night when I cleaned the house
I find the card where you wrote it out
With the pictures of your mother

On the floor at the great divide
With my shirt tucked in and my shoes untied
I am crying in the bathroom

In the morning when you finally go
And the nurse runs in with her head hung low
And the cardinal hits the window

In the morning in the winter shade
On the first of March on the holiday
I thought I saw you breathing

Oh the glory that the lord has made
And the complications when I see his face
In the morning in the window

Oh the glory when he took our place
But he took my shoulders and he shook my face
And he takes and he takes and he takes

mánudagur, nóvember 06, 2006

Þetta er gott


Mér þykir skemmtilegra að tala um Snærós og hennar afrek en þrasa. Hérna er sigurskrekkurinn . Hún er ansi snjöll stúlkan sú arna. Hún var einmitt stödd hjá okkur um helgina í góðu yfirlæti ástamt Ástríði. Eva er hér enn - veðurteppt og hress. Hún þyrfti nú samt að komast í skólann aftur fljótlega.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Fenjafólkið


Jæja, það kom þá að því að einhver flokkanna tók upp málefni útlendinga í anda fáviskunnar. Frjálslyndi flokkurinn lenti í kröppum dansi í síðasta mánuði þegar Einar Kristinn heimilaði hvalveiðar. Frjálslyndir fengu á baukinn þar og þurftu nauðsynlega að finna sér nýtt mál til að berjast fyrir. Ég spáði því reyndar að hluti flokksmanna tæki þetta mál upp fyrr en raunin varð. Jón Magnússon er nýr liðsmaður frjálslyndra en hann og Magnús Þór Hafsteinsson eru Pia Kærsgaard og Mogens Glistrup okkar Íslendinga.

Í Danmörku eru það einna helst svokallaðir Bodega-Danir sem aðhyllast arískan hugsanahátt. Fenjafólk kýs ég að kalla fólk þar sem sleggjudómar og ömurleg fáviska stjórna ferðinni. Þetta er grafalvarlegt mál. Ég trúi því ekki að Margrét Sverrisdóttir taki undir þessi sjónarmið – hvað með Guðjón Arnar?

Ég vona svo sannarlega að hinn annars ágæti Frjálslyndi flokkur aðgreini sig sem fyrst frá þessum skoðunum. Ef þetta er leiðin sem flokkurinn ætlar sér á hann ekkert skilið annað en að þurrkast út af þingi. Við þurfum að henda fordómunum og hugsa aðeins út fyrir okkar litla garð. Heimurinn er stór og við erum þátttakendur í honum. Með því að hugsa útfrá heildinni, í stað þess að þvælast um með Litlu Gunnu og Litla Jóni, mun framtíð Íslands verða björt.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Jón Valgeir Hermannsson


Við eigum sama afmælisdag ég og hann langalangafi minn. Hann keypti jörðina Súðavík þegar hann missti af skipinu til Ameríku rétt fyrir aldamótin þarsíðustu.

Norðurkjallari og Ráðhús


Sit í Ráðhúsinu og tek á móti Bolvíkingum sem hafa hug á að kynna sér fyrirhugaðan snjóflóðavarnagarð. Hlusta á Sufjan Stevens og hlakka óendanlega að sjá hann í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember. Ætla líka að sjá Sykurmolana í Höllinni en þau spila strax á eftir Sufjan þann 17. nóvember. Er ekki viss um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir hvað það er merkilegt að Sykurmolarnir skuli ætla að spila. Það hafa aldrei jafn margir boðað komu sína á eina tónleika frá útlöndum eins og á þessa Molatónleika. Samt er ekki orðið uppselt og er það óskiljanlegt. Þið þarna úti sem eruð ekki vöknuð – vaknið!

Man eftir dásamlegu kvöldi í Norðurkjallara MH haustið 1987 – eða var það ári seinna? Aldrei höfðu svo margir komið á tónleika í kjallaranum – líklega 150 manns. Í dag þykir slappt ef mætingin er undir 200 í Norðurkjallarann. Kórinn með sprúttsölu og kennarar og nemendur skemmtu sér í hóp. Sætustu stelpurnar, sætustu strákarnir, ég og allir hinir – sumir ákjósanlegir aðrir minna. Sykurmolarnir voru algjörlega frábærir í þessu umhverfi. Duus hús gigginn sitja föst í höfðinu. Rosebud spilaði nokkrum sinnum þar, oftar en ekki sem upphitun fyrir Bless eða Ham. Einu sinni spiluðum við sjálfir og fengum m.a. Sveinbjörn Beinteinsson til að “hita upp”. Þegar kom að því að gera upp við meistarann þá bað hann bara um tvöfaldan brennivín í vatn.

Þetta er rakin snilld:

John Wayne Gacy, JR

His father was a drinker
And his mother cried in bed
Folding John Wayne's T-shirts
When the swingset hit his head
The neighbors they adored him
For his humor and his conversation
Look underneath the house there
Find the few living things
Rotting fast in their sleep of the dead
Twenty-seven people, even more
They were boys with their cars, summer jobs
Oh my God

Are you one of them?

He dressed up like a clown for them
With his face paint white and red
And on his best behavior
In a dark room on the bed he kissed them all
He'd kill ten thousand people
With a sleight of his hand
Running far, running fast to the dead
He took of all their clothes for them
He put a cloth on their lips
Quiet hands, quiet kiss
On the mouth

And in my best behavior
I am really just like him
Look beneath the floorboards
For the secrets I have hid

föstudagur, nóvember 03, 2006

Scrooge


Í gær fór hún Eva mín að skoða skólann hennar Ástu Júlíu í Bolungvarvíkinni. Eva er í Melaskóla öllu jafnan en kemur til okkar í Víkina reglulega. Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur dagur hjá henni. Ég var hins vegar á ferðalagi í gær en veðrið brá fyrir mig fæti. Ég lét það ekki snúa á mig! Keyrði vestur og svigaði framhjá 1300 músum sem voru greinilega á faraldsfæti líka.

En ég var að hugsa um skóla. Það er gott að hafa skóla í héraði. Ekki bara grunnskóla heldur líka framhaldsskóla. Nú á að spara á næsta ári og sá sparnaður eins og svo margt virðist engu skila öðru en smölunar nemenda af öllu landinu til Reykjavíkur. Undarlegur iðnaður er það sem unnin er í ráðuneyti menntamála. Er kominn einhver Scrooge í fólk? Sparnaður dagsins heitir reiknilíkan - ekki sparnaður eða niðurskurður. Öllu þarf nú að gefa nýtt nafn. Eftirfarandi sendu furðulostnir kennarar af NV-landi í fjölmiðla vegna þessara aðgerða:

Opið bréf til þingmanna Norðvesturkjördæmis

Við undirritaðir viljum með bréfi þessu vekja athygli á stöðu verknámsdeilda framhaldsskólanna í frumvarpi til fjárlaga 2007.

Allt iðnnám til Reykjavíkur?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 verður dregið úr fjárframlögum til verknáms í framhaldsskólum. Þetta er gert með því að gera ráð fyrir fleiri nemendum í hópum í iðnnámi og öðrum starfsbrautum. Þetta er gert í gegnum svokallað reiknilíkan menntamálaráðuneytisins og er raunar ekki í fyrsta skipti sem skólar verða fyrir barðinu á því. Frá því það var tekið upp hefur það oft verið notað til að skerða fjárframlög til framhaldsskólanna.

Í nýjum viðmiðunarreglum frá menntamálaráðuneytinu er breytt fjöldaviðmiðum í áföngum í starfsnámi. Þar er miðað við að í fagbóklegum áföngum sé lágmark

18 nemendur á sama tíma og hámarks viðmið í verklegum áfangum er 12 nemendur. Lágmarksviðmið í fagbóklegum áföngum er sett vegna hagkvæmnissjónarmiða en hámarksviðmiðið í verklegum áföngum er sett af öryggisástæðum. Á sama tíma og þetta er gert er einnig aukin krafa um heildarnýtingu kennslustunda innan skólanna, og verður hún núna 80%. Má af þessu sjá að svigrúm skóla til að halda úti iðn- og/eða starfsnámi minnkar mjög, þar sem fullur hópur dugar ekki til að ná ofangreindu nýtingarhlutfalli.

Iðnnám er í eðli sínu dýrt nám. Nemendur eru vegna öryggissjónarmiða fáir og aðstaða og búnaður dýr. Þegar við bætist að viðmið er sett óhóflega hátt og aðsókn minnkar er viðbúið að illa fari. Það er augljóst að framhaldsskólar Norðvesturkjördæmis verða að skera niður í iðngreinum og jafnvel fella út.

Nú þegar á iðnnám undir högg að sækja í þessum skólum.

Á sama tíma og eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki hefur aukist, er kreppt að skólunum með þessum aðgerðum. Langar okkur undirritaða að spyrja ykkur þingmenn þessa kjördæmis hvernig geti staðið á þessari vitleysu? Ekki hefur vantað stóru orðin í hátíðarræðunum um að auka veg starfsnáms. Er það virkilega raunin að þingmenn okkar, hvar í flokki sem þeir standa, ætli að horfa á aðgerðarlausir? Þá er hætta á að iðnnám verði flutt frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, þar sem stærðarinnar vegna er hægt að halda þessi viðmið. Ef svo er, þá er það döpur niðurstaða, þar sem sífellt er talað um að gera verknámi hærra undir höfði.

Við skorum á ykkur að koma í veg fyrir að starfsnám verði lagt af í kjördæminu.

Verknámskennarar við:

Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Menntaskólanum á Ísafirði


Allt satt og rétt!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Frost og stilla

Fallegur daguri í Víkinni. Létt frost og stilla. Helga Vala er í Reykjavík þar sem hún flutti erindi um heilabilun. Ég get ekki annað en brosað út í annað þegar fólk segir bæjarstjórann í Bolungavík ekki hafa hundsvit á heilabilun og að það sé best að láta fagfólkinu eftir skipulag þess málaflokks. Vissulega er ég ekki sérfræðingur í heilabilun - þ.e. útfrá öldrunarlækningum - en þó snérist verknám mitt á 3. ári og lokaverkefni í hinum alræmda Þroskaþjálfaskóla um heilabilun.