þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Atli Magnússon


Las undarlega samantekt um stöðu þýðinga í bókaflórunni á Íslandi í mogganum í dag. Þar voru þýðendur nokkrir tilteknir en eitt nafn algjörlega undanskilið. Síðustu ár hefur einn þýðandi borið höfuð og herðar yfir aðra þýðendur hvað afköst og athyglisverð verk áhrærir. Verkin sem eftir liggja eru m.a.: Meistari Jim, Nostromo, Morgunverður á Tiffanys, Aðrar raddir aðrir staðir, Nóttin blíð, Carrie systir, Fall konungs og Borgarstjórinn í Casterbridge. Þessi verk hafa komið út sl. 7 ár. Mér rennur blóðið til skyldunnar þegar ég bendi á afrek Atla Magnússonar. Þegar menn ætla að fjalla af einhverri alvöru um þýðingar bókmenntaverka á Íslandi er augljóst að hans hlut þarf að telja með. Ég hef ekki viljað taka undir með mönnum þegar þeir benda á lagskiptingu bókmenntanna á Íslandi. Pabbi hefur hins vegar lítið verið hampað og það þykir mér miður. Hann á hrós skilið fyrir magnaðar þýðingar.

2 Comments:

At 10:33 f.h., Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Tek undir þetta.

Er reyndar svo fávís að ég vissi ekki að hann væri pabbi þinn.

 
At 12:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úpps... ég vissi það ekki heldur.. *roðn*

Frú 12

 

Skrifa ummæli

<< Home