laugardagur, nóvember 04, 2006

Norðurkjallari og Ráðhús


Sit í Ráðhúsinu og tek á móti Bolvíkingum sem hafa hug á að kynna sér fyrirhugaðan snjóflóðavarnagarð. Hlusta á Sufjan Stevens og hlakka óendanlega að sjá hann í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember. Ætla líka að sjá Sykurmolana í Höllinni en þau spila strax á eftir Sufjan þann 17. nóvember. Er ekki viss um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir hvað það er merkilegt að Sykurmolarnir skuli ætla að spila. Það hafa aldrei jafn margir boðað komu sína á eina tónleika frá útlöndum eins og á þessa Molatónleika. Samt er ekki orðið uppselt og er það óskiljanlegt. Þið þarna úti sem eruð ekki vöknuð – vaknið!

Man eftir dásamlegu kvöldi í Norðurkjallara MH haustið 1987 – eða var það ári seinna? Aldrei höfðu svo margir komið á tónleika í kjallaranum – líklega 150 manns. Í dag þykir slappt ef mætingin er undir 200 í Norðurkjallarann. Kórinn með sprúttsölu og kennarar og nemendur skemmtu sér í hóp. Sætustu stelpurnar, sætustu strákarnir, ég og allir hinir – sumir ákjósanlegir aðrir minna. Sykurmolarnir voru algjörlega frábærir í þessu umhverfi. Duus hús gigginn sitja föst í höfðinu. Rosebud spilaði nokkrum sinnum þar, oftar en ekki sem upphitun fyrir Bless eða Ham. Einu sinni spiluðum við sjálfir og fengum m.a. Sveinbjörn Beinteinsson til að “hita upp”. Þegar kom að því að gera upp við meistarann þá bað hann bara um tvöfaldan brennivín í vatn.

Þetta er rakin snilld:

John Wayne Gacy, JR

His father was a drinker
And his mother cried in bed
Folding John Wayne's T-shirts
When the swingset hit his head
The neighbors they adored him
For his humor and his conversation
Look underneath the house there
Find the few living things
Rotting fast in their sleep of the dead
Twenty-seven people, even more
They were boys with their cars, summer jobs
Oh my God

Are you one of them?

He dressed up like a clown for them
With his face paint white and red
And on his best behavior
In a dark room on the bed he kissed them all
He'd kill ten thousand people
With a sleight of his hand
Running far, running fast to the dead
He took of all their clothes for them
He put a cloth on their lips
Quiet hands, quiet kiss
On the mouth

And in my best behavior
I am really just like him
Look beneath the floorboards
For the secrets I have hid

7 Comments:

At 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég man líka eftir Sykurmolum á Duus. Ætli ég hafi ekki farið með Skúla... mjög líklega.

 
At 6:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kannski finnst Íslendingum Molarnir bara andskoti leiðinlegt band!!! sem er ósköp skiljanlegt!!!!

 
At 7:06 e.h., Blogger Grimur said...

Það er sjónarmið - hins vegar held ég að Sykurmolarnir hafi aldrei fengið almennan leiðindastimpil á sig eins og sum önnur bönd. Þau þóttu almennt skemmtileg og náðu t.d. að fylla Klambratúnið eins og Sigurós gerði í sumar.

 
At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skildi aldrei hæpið í kringum sykurmolana. Enda voru það aldrei íslendingar sem voru hrifnir af þeim. Það voru útlöndin.
Áttu örfá góð lög. Verst hvað meðlimirnir töldu hipp og kúl að vera með svona "einhverfutakta." Skyldi aldrei heldur af hverju Björk söng svona tilgerðarlega, hvað þá að ég skildi spastíkina í Einari. Maðurinn er jú þrátt fyrir allt held ég nokkuð heilbrigður. A.m.k. líkamlega. Fannst þessi tiglerð öll aldrei sannfærandi. Í besta falli svolítið pínleg. Þetta er jú fullorðið fólk ;o)
Er samt felmtri slegin yfir því hversu léleg mætingin virðist ætla að verða.....
En hvað veit ég... ég er bara húsmóðir.
Kveðja, Húsmóðirin.

 
At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

5000.kall í stæði er frekar dyrt!! Ekki kostar það svo djöfulli mikið að flytja Björk heim? Grímur þú gætir kannski gert grein fyrir verðinu!!

 
At 6:07 e.h., Blogger Grimur said...

Ég er ekki innflytjandi á Sykurmolum. Tek ekki undir sjónarmið ykkar um Molana sem voru okkar breikþrú í einu og öllu. Það kostar mikla peninga að halda tónleika í Laugardalshöll þannig að verðið er ekki galið. Það kostaði á annan tug þúsunda á Sir Cliff í Höllina (stúka) - þetta eru líka fjáröflunartónleikar fyrir hið merka fyrirtæki Smekkleysu sem er kannski eitt af merkustu útflutningsfyrirtækjum Íslands fyrr og síðar. Fyrirtækið á kröggum sem er synd. Sigur Rós, Mínus, Ham, Bless, Sykurmolarnir, Risaeðlan, Björk og ótal fleiri eru afurðir Smekkleysu.

 
At 12:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sko Grímur! Ég tek ekki mark á þínum sjónarmiðum nema að þú skrifir bréf!!!
Húsmóðir gegn kerfinu!

 

Skrifa ummæli

<< Home