föstudagur, október 27, 2006

Peningar

Las Moggann í kvöld. Hann kemur seint og um síðir og með ólíkindum að ég skuli enn vera áskrifandi. En ég er enn áskrifandi og það er ekki hugmynd mín að breyta því í bráð. Ég las mogga og komst að því að menn nota peninga í prófkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega í hálfgerðri útrýmingarherferð á sjálfum sér í Reykjavík. Pétur Blöndal segist nota tæpar 3 milljónir í sína baráttu en hann auglýsir sínu minnst af D-mönnum. Hvað ætli Guðlaugur Þór noti eða Björn Bjarnason? 15 milljónir fyrir þingsæti er það ofáætlað? Hver á þessa menn þingin 2007 til 2011? Er rangt að spyrja slíkra spurninga? Hér fara menn með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun – eftir hita og rafmagn er þá mikið eftir til að sinna svona prófkjörsskuldum?

3 Comments:

At 10:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þetta hljóti að kosta Gulla öll ráðstöfunarlaun þingmanns Reykvíkinga heilt kjörtímabil, þetta er geggjun.

 
At 11:30 e.h., Blogger Baldur Smári said...

Það er greinilega mikið til þess vinnandi að vera næsti maður á eftir Geir Hilmari Haarde í borginni. Kannski ekki geggjun ef þú þarft ekki að borga allan brúsann sjálfur... gerir það nokkur frambjóðandi?

 
At 9:26 f.h., Blogger Grimur said...

Hvað formannsslag Ingibjargar og Össurar áhrærir að þá kostaði hann áreiðanlega hafsjó af peningum. Það er einmitt pointið - þessi prívat barátta manna er farin að kosta allt of mikið. Hins vegar held ég að baráttan á milli félaga í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík núna slái öll met.

 

Skrifa ummæli

<< Home