föstudagur, október 27, 2006

Barnalega listaspíran

Jæja, Hexia vefurinn er ekkert nema bögg þannig að ég hætti hér með að nota hann. Á síðu vinar míns Péturs Gunnarssonar er nafnlaus maður að kommentera prófkjör bolvíkingsins Helgu Völu Helgadóttur. Hún er samkvæmt honum bara búin að eiga heima fyrir Vestan í 2 mánuði og á því ekki erindi í prófkjör fyrir kjördæmið. Fyrir utan að vera listaspíra að sunnan ku hún Helga Vala vera með barnalegar hugmyndir sem eiga ekki upp á dekk í hinu stönduga og sívaxandi NV-kjördæmi. Betra er að treysta 5. kynslóð Norðvestlendinga fyrir skútunni – mönnum með alvöru Norðvestur skoðanir.

Þvílík firra! Það virðist enginn finna að því að menn hendast á milli héraða með þingmannssæti sín án þess að hafa nokkurn tíma búið þar eða ætlað sér að gera það. Helga Vala flutti þó til Bolungarvíkur og ætlar sér að búa þar. Hennar svokölluðu barnalegu hugmyndir eru varla mikið verri en stóru kallanna sem hafa kvótavætt landbúnað og sjávarútveg með eftirminnilegum árangri.

Maður ver nú sína góðu konu.

1 Comments:

At 10:52 e.h., Blogger Baldur Smári said...

Helga Vala hefur nú ekkert verið barnaleg í samtölum við mig enn sem komið er og ég á ekkert von á að það breytist héðan af.

Mestu máli skiptir hvort það sem hún hefur fram að færa eigi erindi við íbúa Norðvesturkjördæmis, hvort sem þeir búa í Bolungarvík eða annars staðar í kjördæminu. Upppruni fólks skiptir ekki máli, fólk verður að fara að átta sig á því.

Annars fagna ég því að þú sért búinn að flytja þig yfir á blogspot....

Bestu kveðjur frá Spáni,

Baldur Smári

 

Skrifa ummæli

<< Home