sunnudagur, október 29, 2006

Femínisminn á sunnudegi

Egill Helgason fór mikinn um stöðu kvenna innan múslimasamfélaga. Egill var réttsýnn og vestrænn í skoðunum sínum. Hann sat við tölvuna í bókaherberginu með gleraugu á nefinu og básúnaði sínar femínísku áherslur. Þetta var inngangur Silfursins. Síðan hófst hið raunverulega Silfur. Egill og fjórir kallar settust niður og tóku að ræða um prófkjör o.fl. mál - m.a. um stöðu kvenna í póltík.

Þetta er auðvitað alveg fatalt. Alltaf sömu strákarnir að ræða um sömu lömuðu lummurnar. Konur með blæjur og ósýnilegar konur - það er ekki þannig að hinn vestræni heimur sé eitthvað sérstaklega með allt á hreinu í jafnfréttisbaráttunni. Egill er partur af þessu systemi. Fjölmiðlar almennt eru líka hluti af stöðunni. Konur fá lægri laun en karlar, þær eru í minnihluta í stjórnunarstöðum í gegnum opinbert og einkarekið atvinnulíf.

Ég held að menn ættu síðan að fá sér nýjan skraddara. Ekki smart að vera í þessu jakkasetti.

3 Comments:

At 8:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála þér, tók einmitt eftir þessu og hló! Enda ekkert annað að gera með hann Egil. Hann hefur fengið þessar athugasemdir áður, en virðist ekki hafa eins gaman af samskiptamáta kvenna og karla, - finnst við kannski vera ekki nógu ákveðnar eða grípa ekki nóg fram í fyrir hinum viðmælendunum.

En Egill virðist eiga heilmikla samleið með kjósendum í prófkjörum, miðað við árangur kvenna í bæði Reykjavík hjá D og NV hjá S.

 
At 9:49 e.h., Blogger Grimur said...

Guð minn góður hvað ég er sammála þér. Ég sé varla konu setjast á þing í NV með þessu áframhaldi. Sjallinn klár með sína 3, VG með sinn karl og Bé með sína tvo. Fer ekki að hylla undir endurkomu kvennalistans?

 
At 11:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta með kvennalistan, ég var einmitt að velta þessu fyrir mér bara í gær, Ég held að það sé einmitt málið. Nú eru komnir 16 kandídatar í prófkjörslaginn hjá sjálfstæðismönnum í NV og aðeins 5 konur. Líka var kvennalistinn með heilbrigðar skoðanir. Mundi pota fjórflokkunum í vagumpakkningar.
Konur eru í meiri útrýmingahættu á þingi en hvalir í hafinu. Kannski verður Sif síðasti geirfuglinn!
best að fara á námskeiðið
HSK í borginni við sundin bláu

 

Skrifa ummæli

<< Home