sunnudagur, október 29, 2006

Gott gengi og vont gengi

Björn féll og konur fengu enn og aftur vonda kosningu. Illugi, Guðlaugur Þór og Guðfinna eru sigurvegararnir og verður að segjast eins og er að Sólbakkafólkið stendur sterkt þegar leiðin er hálfnuð. Spurningin er hvað Björn Bjarnason gerir í framhaldinu ætli hann dragi sig í hlé fljótlega? Vilhjálmur Þ. studdi Guðlaug Þór á síðust metrunum og er ekki víst að Björn sé alveg sáttur við það.

Til þess að pakka þessu prófkjöri í réttar umbúðir er ekki úr vegi að spá kostnaði og hver eyddi mestu:

1. Guðlaugur: 15.000.000 kr.
2. Birgir: 12.000.000 kr.
3. Björn: 10.000.000 kr.
4. Illugi: 8.000.000 kr.
5. Guðfinna: 7.000.000 kr.
6. Sigurður: 5.000.000 kr.

Þetta kostaði kannski minna - kannski meira.

1 Comments:

At 2:30 f.h., Blogger Kristjan said...

Ef litið er á magn auglýsinga þá virðist Dögg nokkur Pálsdóttir hafa auglýst næst mest á eftir Guðlaugi.

 

Skrifa ummæli

<< Home