sunnudagur, október 29, 2006

Konur og fólk fætt eftir 1955

NV-kjördæmi er ekki mikið fyrir konur á þing. Kjördæmið er heldur ekki mikið fyrir yngra fólk en 50 ára. Þetta snýr ekkert að einum flokki - heldur þeim öllum.

3 Comments:

At 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sem fyrrum ungfrú Trékyllisvík og núverandi ung frú Trékyllisvík þykir mér þessi staða í kjördæminu miður!!! Ég fagna því hins vegar Grímur að þú sért orðinn bæjarstjóri í allri þessari fegurð og óska þér virkilega góðs gengis! Rekst kannski á þig næst þegar við kíkjum á fólkið okkar í Víkinni. Rekst allavega á þig hérna á netinu. Gaman að lesa þig!

Ingibjörg Valgeirsdóttir Frostaskjólinu

 
At 8:51 f.h., Blogger Grimur said...

Sæl Hálendismær! Gott fólk kemur alltaf aftur heim...

 
At 12:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uss uss.. það máttu ekki segja bæjarstjóri. Það þýðir að þú farir aftur og hvað verður um okkur þá???
Ég hlakka til að heyra í Hreppsómögum í fyrsta skipti þann ellefta. Best að tryggja sér barnapíu áður en þeim verður öllum stolið :o)

Hvað pólitíkina varðar.. til þess að þetta breytist verðum við að vilja ´það. Og þetta er greinilega það sem fólk vill. Fólk er skrítið. Það hef ég alltaf sagt. Of skrítið fyrir lýðræði, og því er best að taka upp kommúníska stjórn til að hægt sé að hafa vit fyrir pupulnum.

En: Hreppsómagar og aðrir niðursetningar lengi lifi: HÚRRA!!

 

Skrifa ummæli

<< Home