fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Upp flaug frjálslyndið

Ólyginn sagði mér að innflytjendaskoðanakönnunin gefi Frjálslyndum 11%. Nú er að það bara spurningin - hvert ætlar þjóðin? Eigum við að ganga til framtíðar eða rúlla aftur til fortíðar? Þetta eru viðvörunarbjöllurnar - gott að þær heyrist en mikilvægast að taka mark á þeim. Allir tapa nema Samfylkingin af hinum flokkunum. Kannski vegna þess að Steinunn Valdís var akkúrat á hinum endanum þegar Magnús Þór greip gæsina.

5 Comments:

At 12:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er greinilegt að Samfylkingin í Bolungarvík lítur á Frjálslynda flokkinn sem helsta andstæðing sinn í stjórnmálum og virðist ekki sjá neina ástæðu til þess að fagna því að stjórnarmeirihlutinn sé fallinn ef að úrslit verða samkvæmt nýrri skoðunarkönnun.

Ég verð að segja eins og er að mér finnst þessi skrif bæjarstjóra Bolungarvíkur undanfarna daga vera skýr merki um lítilsvirðingu Samfylkingarinnar við helsta baráttumál Frjálslynda flokksins, kvótamálið sem hefur leikið sjávarbyggðir landsins grátt.

 
At 1:38 e.h., Blogger Grimur said...

Sæll Sigurjón,

Ég kann mun betur við þann Frjálslynda flokk sem berst fyrir byggðir landsins og leitar leiða til að efla fiskistofna við landið - en þann Frjálslynda flokk sem tekur upp málefni innflytjenda með þeim hætti sem nú er gert.

 
At 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig geta bæði Samfylkingin og V-Grænir verið ánægð þegar þessir tveir flokkar eru í minnihlutasamstarfi með Frjálslyndum eins og þeir haga sér í augnablikinu?
Það þyrfti að ráða sáttasemjara í ríkisstjórn ef þessir þrír flokkar væru við völd!!!!

 
At 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Grímur: Mér finnst mjög flott hjá Frjálslyndum að hefja máls á þeim vandamálum sem fylgja því að galopna landið fyrir útlendingum, án þess að undirbúa sig á nokkurn hátt undir það að taka á móti öllum þessum útlendingum. Ég bý í Danmörku og kannast ekki alveg við lýsinguna sem þú gefur á afstöðu Dana til útlendinga. Getur verið að þú vitir meira um það mál en ég??!!

 
At 2:46 e.h., Blogger Grimur said...

Ég bjó líka í Danmörku um 3 ára skeið. Þar varð ég vitni að ýmsu í þessum málum. Starfaði lengi á Nörrebro í málefnum fíkla og í því hverfi búa margir innflytjendur og sem eiga í miklum vanda. Pia K. hefur um árabil alið sótt fylgi sitt með þeim hætti að ala á fordómum. Danir geta ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum frekar en Íslendingar. Vandi Dana er hins vegar sá að þeir hafa safnað fólki saman í "gettóum" og fólk hefur ekki aðlagast samfélaginu. Á Íslandi hefur ekkert verið tekið á móti öðrum innflytjendum hér en þeim sem eru að koma hingað til að vinna. Við höfum eina strögnustu útlendingalöggjöf sem fyrir finnst í Evrópu og þó víða væri leitað.

 

Skrifa ummæli

<< Home