fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Heyrði það í Blaðinun og sá það á hljómplötu

Frægasti njósnaforingi Austur-Þýskalands látinn
Markus Wolf, fyrrum yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar, er látinn 83 ára að aldri. Wolf var einn af áhrifamestu mönnunum í kalda stríðinu svonefnda en hann stýrði erlendri starfsemi leyniþjónustunnar, sem nefnd var Stasi, um 30 ára skeið. Þegar Berlínarmúrinn svonefndi féll árið 1989 voru fastir starfsmenn Stasi um 90 þúsund og mörg hundruð þúsund manns voru einnig á launaskrá leyniþjónustunnar sem uppljóstrarar.


Við þurfum samt ekki að hafa af þessur neinar áhyggjur. Austur Þýskalandið sem flutt er til Bolungarvíkur tengist þessum höfðingja ekki neitt. Eins og allir vita vantar mínusinn í Austrið í Bolungarvík (sumir kalla það reyndar bandstrik).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home