þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Valur var einu sinni fugl...


sem flaug hátt. Ungir efnilegir menn í flestum stöðum í karlaflokki og allir hressir - þetta var í kringum 1987. Menn eins og Baldur Bragason, Einar Þór Daníelsson, Gunnlaugur Einarsson, Gunnar Már Másson, Steinar Adolfsson, Þórður Bogason, Jón Þór Andrésson og Arnaldur Loftsson voru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Eggert Magnússon var prímus mótor í stjórn félagsins. Það var ekki veðjað á ungu mennina. Heimir Karlsson og Lárus Guðmundsson voru keyptir fyrir metfé og Valur tók dýfu. Ungu strákarnir hættu flestir að spila með Val og fóru til annarra félaga þar sem þeir gerðu góða hluti. Ég vona að Eggert Magnússon hafi sjóast í fótboltaleiknum.

4 Comments:

At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Óskaplega er þetta eitthvað biturt bullublogg.... Er gremjan vegna slaks gengis þinna manna hér heima og að heiman að fara með þig?

 
At 4:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hva? er ekki maðurinn dauðveikur? Þá er maður nú varla mjög jákvæður??....

tólf.

 
At 11:09 f.h., Blogger Kristjan said...

Hef oft heyrt talað um Einar Þór Daníelsson en aldrei fyrr heyrt honum lýst sem "hressum" !

 
At 1:47 e.h., Blogger Grimur said...

Einar Þór á sér fortíð. Sú fortíð er geymd hjá mér og örfáum öðrum öðlingum. Verður ekki flett ofan af henni fyrr en eftir 70 ár - svona eins og um bréfasafn væri að ræða.

 

Skrifa ummæli

<< Home