mánudagur, nóvember 20, 2006

Reykjavík

Margir dagar í Reykjavík að baki. Sufjan var frábær – þrátt fyrir minniháttar hnökra á framkvæmdinni: kalt, þröngt og salernisaðstaða vond. Ég ber ábyrgð á því ekki Sufjan en hann skilaði sínu með ótrúlegum hætti! Með flottari viðburðum.

Valdimar Leó hætti í Samfylkingunni og gerðist óháður um helgina. Ónefndur þingmaður kallaði hann reyndar um daginn Valdimar Lúðvík en eins og margir vita er sá Valdimar eðalkrati að vestan. En það er ekki kjarni málsins heldur þessi brottför hans. Ég skil ekki þetta fyrirkomulag. Maður sem kosinn er á þing fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk (reyndar sem 3. varamaður) ákveður að hætta í flokknum en ætlar samt að halda áfram að vera þingmaður – er þetta eðlilegt? Hér er ekkert lýðræði á ferðinni og heldur ekki korrekt siðferði. Ég hugsa að 4. varamaður flokksins gæti vel hugsað sér að starfa fyrir flokkinn. Mér fannst það jafn einkennilegt þegar Gunnar Örlygsson skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn – man reyndar ekki hvernig þetta var með Kristinn H. Kjósendur eru að velja fólk til næstu fjögurra ára ekki í nokkra mánuði í senn. Þeir sem kusu Valdimar Leó og Gunnar Örlygsson voru ekki að kjósa menn á lista óháðra.

Hef verið að heyra meira og meira minnst á fjórflokkinn svokallaða að undanförnu. Skilgreiningin hefur verið að VG, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn séu gamli fjórflokkurinn. Frjálslyndir telja sig ekki til þessa fjórflokks. Ég er svo sem sammála því að Frjálslyndir eru ekki partur af gamla fjórflokknum en það eru VG og Samfylkingin ekki heldur. Í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi er fólk sem tók þátt í stjórmálastarfi innan fjórflokksins - ekki síst í Frjálslynda flokknum. Gamli fjórflokkurinn er löngu dauður og er það alveg ágætt.

1 Comments:

At 1:21 e.h., Blogger Oskar Petur said...

Sufjan er nokkuð sem DDR mun seint, eða aldrei toppa. Ég er eiginlega í hálfgerðu sjokki eftir laugardagsgiggið, þetta var svo yfirgengilega æðislegt!

Aðeins Sonic Youth í fyrra eru í viðlíkum klassa.

Spurningum að fá Sebadoh aftur, t.d. í Iðnó. Þeir troðfylltu nú Grand Rokk á sínum tíma og þurfti hálfur 101 frá að hverfa. Svo er Erik Gaffney að fara að spila með þeim aftur á næsta ári (í fyrsta skipti síðan 1993).

Allar byrja þessir listamenn á 'S'. Greinilega n.k. gæðastimpill...

 

Skrifa ummæli

<< Home