sunnudagur, nóvember 26, 2006

Erfitt að vera Jón


Björn Bjarnason er ekki sáttur við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formann Framsóknarflokksins. Jón opnaði Írak í ræðu sinni og taldi stríðið mistök. Björn lýkur pistli sínum um Jón á himasíðusinni með þessu orðum:

Athygli vekur, að hið eina, sem Jón Sigurðsson hefur að segja um utanríkis- og öryggismál á þessum miklu breytingatímum snertir tæplega fjögurra ára gamla atburði. Þótt vissulega skipti miklu að ræða þá til hlítar og leggja mat á þá, er jafnljóst, að þeirri fortíð verður ekki breytt. Þessir atburðir eru hluti sögunnar og viðfangsefni í því ljósi og uppgjörið vegna þeirra verður mun dramatískara annars staðar en hér á landi. Við íslenskum stjórnmálamönnum blasir hins vegar að stýra þjóðinni við nýjar aðstæður í öryggismálum og gjörbreyttar aðstæður að því er varðar hlut hennar og íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi og þá ekki síst með tilliti til alþjóðaviðskipta.

Það er vandlifað að vera Jón þessa dagana. Samstarfsflokkurinn fúll og flokksfélagar Jóns líka.

1 Comments:

At 11:41 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Jamm, það er vandlifað í henni veröld. Við skulum nú samt sjá áfram hvernig gengur að súpa kálið.

 

Skrifa ummæli

<< Home