laugardagur, nóvember 25, 2006

Játningar


Nú styttist í prófkjör VG í Höfuðborgarkjördæmunum. Sniðugt að taka þessi kjördæmi saman. Það eru margir ágætir í boði þarna og jafnvel mjög frambærilegir. Gestur Svavarsson er t.a.m. einkar öflugur maður. Það væri fengur í slíkum manni á þing - þekki hann bara af góðu. Guðfríður Lilja er líka mikill snillingur - og ótrúlegur fengur fyrir VG. Árni Þór hefur lengi verið í sveitarstjórnarmálunum og kæmi þekking hans sér ágætlega á þingi enda virðist þingið ekki alltaf átta sig á stöðu sveitarfélaganna. Kata er alltaf að fá meiri ballast og líklega er akkúrat hennar tími núna.

Ég kýs ekki þarna enda hættur í flokknum. En ég endurtek - þarna er margt gott fólk á ferðinni sem gott verður að fá á þing.

2 Comments:

At 7:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki Árni Þór dæmigerður kerfiskarl? Þurfum við einn slíkan á þing? Þurfum við á þing enn einn atvinnupólitíkusinn sem kann fátt annað en að hanga á kerfinu. Hvenær var Árni þór síðast úti í lífinu með okkur hinum?

 
At 9:07 e.h., Blogger Grimur said...

Ég segi það aftur - Árni Þór hefur gríðarlega þekkingu á málefnum sveitarfélaganna. Slíkt kemur sér vel - sérstaklega ef viðkomandi er tilheyrir ekki stjórnmálaflokkum sem hafa verið við stjórn landsmálanna í sl. 16 ár.

 

Skrifa ummæli

<< Home