Íbúðalánasjóður þarf að vera til

Á Vestfjörðum er hámarkslán Íbúðalánasjóðs 18 milljónir þó aldrei hærra en sem nemur 1.5 x fasteingamat.
Í Reykjavík er sama hámark en þó aldrei hærra en sem nemur 80% af brunabótamati.
Á Austfjörðum er sama hámark en þó aldrei hærra en sem nemur 2.0 x fasteignamat.
Þetta er einkennilegur reikningur. Hvers vegna er ekki stuðst við 80% af brunabótamati út um allt land? Fer fólk ekki í greiðslumat og fær úr því skorið að það geti greitt af lánum sínum?
En við erum á mikilli furðusiglingu. Las þetta á visir.is áðan:
Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna.
Vonandi pissar kötturinn ekki í stigaganginn....
2 Comments:
230 milljónir fyrir íbúð? Er fólkinu sjálfrátt?
Vá! Ég gæti keypt lúxusvilluna mína hér í víkinni ÞRJÁTÍU OG SJÖ sinnum fyrir þessa upphæð! Lúxus er afstæður. Mér finnst mitt hús t.d. algjör lúxus, ekki síst sökum staðsetningar þess. Það er dýrt að vilja lúxus í menguninni fyrir sunnan - svo ekki sé meira sagt.
Skrifa ummæli
<< Home