fimmtudagur, maí 24, 2007

Reykingabann

Mikið var ég hamingjusamur þegar ég fékk sendingu í dag sem minnti mig á að veitinga- og skemmtistaðir verða reyklausir frá og með 1. júní 2007. Það eru talsverðar líkur á því að ég gerist þaulsetnari á kaffihúsum og veitingahúsum Íslands eftir 1. júní nk. heldur en ég nú er.

5 Comments:

At 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það verður allt annað líf. Líka nýtt líf fyrir trúbadorinn og aðra tónlistarmenn. Það er ekkert grín að spila á munnhörpu í reykmettuðu lofti og sjúga svo inn!

 
At 11:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú ert velkominn á kaffi edinborg. Þar verður bara ilmur af kaffi í nýristuðu brauði. mmmm og kannski einstaka pönnsu með sýrópi

 
At 8:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef það er bröns um helgar að hætti þeirra fyrir Westan þá er ljóst að maðurinn rýkur upp í 3 stafa tölu og dvelur þar meðan brönsinn blívur....

 
At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Reykingarfólk er líka fólk,ekki er hægt að banna að fólk bori líka í nefið á veitingastöðum...það t.d hefur alltaf farið í taugarnar á mér !!
Helvítis væll alltaf um reykingar, sjáum hve margar barbúllur fara á hausinn og hverjar halda velli..ætli það verði ekki þær sem hafa smá útiafkrika fyrir reykingarliðið ?????

 
At 12:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég á ekki eftir að sakna reyksins. Vegna reykmettaðra kaffihúsa hef ég oftast fengið mér kaffi to go. Þó svo maður sé í reyklausahluta staðanna er lyktin og reykurinn stöðugt yfir manni. mér finnst sígarettan góð ! ber saman fólk sem borar í nefið á veitingastöðum og reykingar. Ef ég veit af einhverjum sem er að bora í nefið þá get ég auðvitað litið undan en að dugar ekki þegar reykur á í hlut.

 

Skrifa ummæli

<< Home