Meint U-beygja

Í skýrslunni margfrægu sem kom frá Vestfjarðarnefndinni er djarfasta hugmyndin að setja olíuhreinsunarstöð í Arnarfjörð eða Dýrafjörð. Afar langsótt hugmynd – en verulega djörf. Heft eru við þessa stöð 500 störf – það er ekki vont fyrir fjórðunginn þegar tekin er mið af stöðunni. Hugmyndin er að öðru leyti algjörlega óljós og fullyrðingar um litla mengun og ekki stóriðju hreint ekki á hreinu. Í því ljósi sagði ég eitthvað á þessa leið:
Þegar okkur er boðið eitthvað sem þýðir 500 störf er eðlilegt að skoða kostinn – ekki segja nei án þess að kanna málið. Það er hins vegar hætt við því að fólk fái glýju í augun og vonin um 500 störf geti blindað. Hins vegar er erfitt að sjá slíkt ferlíki fyrir sér (120 hektara) í þröngum fjörðum Vestfjarða.
Þetta er U-beygjan mín í náttúruverndarmálum og túlki þeir sem túlka vilja.....
1 Comments:
Það má heldur ekki gleyma því að þú ert embættismaður sem starfar fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar Bolungarvíkur og framkvæmir eftir þeirra vilja.
Ég hef annars ekki orðið var við þessa U-beygju þína í náttúruverndarmálum
Skrifa ummæli
<< Home