mánudagur, apríl 16, 2007

Lokuð landamæri

Merkilegar eru niðurstöður könnunar um málefni innflytjenda sem birtar voru í gær. Þar kemur fram að meirihluti þjóðarinnar og þá sérstaklega hér á NV-svæðinu vill hertar reglur er varðar heimildir útlendinga til að setjast að á Íslandi. Þetta kemur mér ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Það sem kemur þó á óvart er að 60% þeirra sem styðja VG eru fylgjandi hertari reglum – það kemur mér spánskt fyrir sjónir.

Ég held hins vegar að fæstir geri sér grein fyrir hvað það er í raun erfitt að fá dvalarleyfi á hér á landi. Löggjöfin hér er með þeim strangari sem finnast. Fólk utan evrópska efnahagssvæðisins getur gleymt því að reyna við landamæri Íslands. Flóttafólk sem sækist eftir því að koma til Íslands af mannúðarástæðum hefur aðeins í tilfelli Bobby Fischers fengið landvistarleyfi. Þú verður að vera orðinn 24 ára til þess mega búa á Íslandi með maka þínum – sértu útlendingur en maki þinn íslenskur. Er þetta lin löggjöf?

Þegar stöðunni á Norðurlöndum er blandað saman við stöðuna hér – er ekki farið rétt með staðreyndir. Á Norðurlöndum hefur straumurinn sl. ár aðallega verið flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum og ekki í stakk búið að komast endilega strax á vinnumarkaðinn. Hér á landi snýst dæmið nær eingöngu um farandverkafólk sem kemst strax í vinnu. Að bera vanda Norðurlandanna saman við stöðuna hér er auðvitað ekkert annað en rakalaus þvættingur. Það er erfitt að sjá hvernig við ættum að loka landinu frekar fyrir útlendingum en nú er gert – nema við kjósum að segja upp samningnum um evrópska efnahagssvæðið.

Það þarf svo sannarlega að bæta margt í málefnum útlendinga á Íslandi - hvernig tekið er á móti fólki, hvernig tungumálakennslu er hátta, hvernig kjaramálum er háttað o.s.frv. Það hins vegar hefur ekkert að gera með herta löggjöf.

4 Comments:

At 12:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef verið að kynna mér málefni þeirra sem flytja hingað til lands að undanförnu og hef einmitt rekið mig fáfræði fólks um þessi mál. Sumt fólk telur einmitt að landið standi galopið og hver sem er geti flutt hingað til lands og byrjað að „lifa á kerfinu“. Ég er hinsvegar ekkert mjög hissa á þessum misskilningi því fréttafluttningur og umræðan hefur oft á tíðum verið þess efnis að landið standi opið.

Varðandi það sem Ilmur segir þá man ég eftir fréttaflutningi þar sem talað var um að utanbæjarmenn hefði lenti í slagsmálum einhverstaðar. Það þykir ekki lengur merkileg að einhver sé utanbæjarmaður, frekar er aðal atriðið frá hvaða landi hann er. Það fylgdi þó ekki alltaf sögunni er það að utanbæjarmennirnid/útlendingarnir lenntu í slagsmálum við „heimamenn“ og ástæða átakanna upruni viðkomandi.

 
At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þér að Íslenska ríkið eigi að kosta tungumála kennslu þeirra sem hingað koma?

Hvaða skoðun hefur þú á Olíuhreinsistöð

 
At 9:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hver man ekki eftir þessari fyrirsögn úr DV:
"Grænlendingur stakk mann"

 
At 1:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Annars finnst mér umburðarlyndi misjafnt eftir störfum viðkomandi. Mín tilfinning er sú að til dæmis þeir útlendingar sem vinna hjá sinfóníunni njóti meira umburðalyndis en samlandar þeirra sem vinna í fiskvinnslu.

 

Skrifa ummæli

<< Home