mánudagur, mars 12, 2007

Steingrímsfjarðarheiði

Steingrímsfjarðarheiði er heiði sem mér er ekkert sérstaklega vel við. Vond heiði að fara yfir – veður oft válynd. Lenti í hremmingum þar fyrir viku – velti bílnum með dýrmætan farm innanborðs. Er óendanlega feginn að hafa sloppið með skrámur og börnin mín algjörlega heil. Þakka líka fyrir að gott fólk kom innan við 20 mínútum eftir óhappið þar sem símasambandslaust er á heiðinni. Botna ekkert í því Steingrímsfjarðarheiði skuli ekki hafa verið efst á forgangslistanum varðandi GSM senda á fjallvegi landsins. Holtavörðuheiðin er núna komin í samband, sem er gott, en munurinn á Steingrímsfjarðarheiði og Holtavörðuheiði er að sú fyrrnefnda er fáfarnari. Þar af leiðir getur fólk þurft að bíða lengur eftir hjálp þar en á t.d. Holtavörðuheiðinni. Hefði ekki verið skynsamlegt að tengja fyrst fáfarnari heiðar?

1 Comments:

At 9:28 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Auðvitað á að vera símasamband á báðum heiðunum! Ertu búinn að senda áframsenda pistilinn til Símans?

 

Skrifa ummæli

<< Home