mánudagur, febrúar 19, 2007

Ástæðan fyrir tapinu


Auðvitað vann Dr. Gunni ekki Júróvisijón forkeppnina. Það vantaði allan þokka í þetta og botn. Ef hann hefði hins vegar gert það eina skynsama í stöðunni og haft mig á sviðinu á bassa, Kristján Hnífsdæling á trommur, Gumma Dórahermanns á gítar, Heiðu á röddum og sjálfan sig á úkalele - hefði lagið steinlegið í netinu. Lagið hefði hljómað nákvæmlega eins en þegar ég og Gummi hefðum farið úr að ofan hefði þjóðin sprengt símakerfið! Þetta sjá allir sannir stílistar. Hefði jafnvel mátt klæða okkur upp í Múmíngalla til að ramma þetta ennfrekar inn......Jamm, þjóðin hefði gengið af göflunum.....

4 Comments:

At 1:38 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Ábyggilega.

 
At 1:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega!!!! HVaða rugl var þetta í doktornum??

 
At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega!!!! HVaða rugl var þetta í doktornum??

 
At 11:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Grímur, Grímur, Grímur!!!

Thú blótar mér væntanlega ennthá í sand og øsku, t.e.a.s. ef thú manst thá eftir mér eftir øll thessi år. Thad vill svo til ad ég er stødd hér å landi í nokkra daga og hef hér í fórum mér BÓK, sem thú saknadir lengi vel. Í gærkvøldi gerdi ég daudaleit af gømlum 80´s myndum fyrir 20 åra REUNION grunnskólanna í Kópavogi, en fann ekkert nema BÓKINA gódu um GRIKKLAND, sem thú lånadir mér fordum daga. Ég vill ad sjålfsøgdu koma thessu til skila sem fyrst og bidst innilegrar afsøkunar å thessum seinu skilum.
Bestu kvedjur frå Siggu Ølmu... (fyrrverandi kærustu Gulla "gallajakkagreislu")

 

Skrifa ummæli

<< Home