sunnudagur, febrúar 11, 2007

Meðferð og flokkar

Einhver kynjavera sem kallar sig Marglitta setti inn athugasemd hér á síðuna um meðferðarmál og tengdi við stjórnarsetu hverju sinni. Meðferðarpólitík á Íslandi hefur löngum verið þverpólitísk. Mér gekk t.a.m. betur með að sannfæra Hjálmar Árnason um ágæti hugmynda minna um greiningarstöð en marga samflokksfélaga mína í VG á sínum tíma. Byrgið er ekki aðeins ábyrgð Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins heldur allra þeirra sem sitja á alþingi. Fjárlaganefnd og alþingi hafa samþykkt framlög öll þessi ár og félagsmálanefnd og aðrar nefndir þingsins ekki gert neinar athugasemdir við alla þá meðferðarstaði sem hafa risið eins og gorkúlur um allt land - fyrir fólk á öllum aldri.

Breiðavík er áminning - verðum að bregðast við og skera upp. Börn hafa sjaldnast eitthvað að gera inn á meðferðarstofnanir.

2 Comments:

At 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú ekki alveg rétt bóndi góður, því að stjórnarandstaðan hafði ekki aðgang að svörtu skýrslunni um Byrgið sem amk Framsóknarmenn og líklega margur sjálfstæðismaðurinn hefur vitað af í um fimm ára skeið.

 
At 12:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En eins og ALLIR vita er MARGLYTTA skrifað með Yppsiloni. Svo að... þeir sem ekki eru færir um að stafa nafnið sitt rétt.... uuuu hafa þeir eitthvað að segja yfirhöfuð?

Frau 12

 

Skrifa ummæli

<< Home