mánudagur, febrúar 05, 2007

Nagladekk


Stundum koma vanhugsuð drög að reglugerðum fram. Drög að reglugerð – eða var það kannski lagabreyting – um tolla á nagladekk leit dagsins ljós í síðustu viku. Svifryksmengun í Reykjavík og á Akureyri hefur aukist gríðarlega síðustu árin og má rekja það til bíla og ekki síst nagladekkja sem spæna upp malbikið. Bílaeign landsmanna hefur aukist gríðarlega síðustu árin. Umhverfisráðuneytið vill því skiljanlega draga úr menguninni og ráðið: tollar á nagladekk. Það gleymdist hins vegar að taka það með í reikninginn að víðast hvar á norðanverðum helmingi landsins – og víðar – eru vegir þannig að fátt kemur til greina annað en að keyra á nöglum. Ég held að þessi svæði þurfi allt annað en frekari álögur af hálfu ríkisins.
Reykjavíkurborg ætti kannski að einbeita sér að skipulagi borgarinnar og almenningssamgögnum - nú eða gjaldtöku á umferð til þess að draga úr svifryksmengun.

1 Comments:

At 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bý úti á landi og hef reynt að keyra á naglalausum dekkjum. Hef áþreifanlega fundið að naglarnir eru það eina sem dugar úti á þjóðvegum og malarvegum sem stundum verða eitt svell. En ég kem oft til Reykjavíkur. Verð ég að leggja bílnum við borgarmörkin í framtíðinni og ganga restina?

 

Skrifa ummæli

<< Home