laugardagur, janúar 13, 2007

Pétur og Reykjavík!


Margt var skoðað í kvöld. Bönd sem fólk stóð í röðum til að sjá og heyra í. Flest voru hvorki fugl né fiskur - þó var ein og ein perla. Pétur Ben fór á svið kl. 20 í kvöld og var algjörlega frábær. Ég hef aldrei séð Pétur spila áður nema sem undirleikari Mugison. Hann átti salinn frá fyrstu mínútu og gæðalega var hann nokkrum mílum frá því sem boðið var upp á víðsvegar um Groningen í kvöld. Pétur Ben er góður tónlistarmaður með sérstöðu - það er ansi gott nesti.


Reykjavík! stigu á stokk kl. 24.15 og vá! Gummi og Kristján eru auðvitað bara þarna á meðan aðalbandið Dr. Gunni er í pásu..En drengirnir fóru á kostum. Þeirra langbesta gigg - mikill sviti og hiti og rokk. Fóru hamförum og höfðu eins og Pétur Ben alla á sínu bandi - og það er ekki létt í borg þar sem 180 tónleikar eru haldnir á 3 dögum og þar að auki er Reykjavík! hljómsveit sem enginn hefur heyrt í áður. Þetta var og er til fyrirmyndar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home