þriðjudagur, janúar 02, 2007

Skulda milljón í banka og ég bý inn í Vogum...


...Með barþjóni að færir mér súrmeti í trogum.


Það 2. janúar og meistari Einar Jónsson á afmæli í dag. Hann lengi lifi og vonandi kemur hann einhvern tímann aftur heim frá Noregi. Áramótin í Víkinni róleg en notaleg. Brenna og flugeldar og óteljandi konfektmolar og lambakjöt. Nýtt líf númer 107 byrjaði síðan í dag – eins og lög gera ráð fyrir. Ég ætla að hætta að fitna á morgun.....

Áramótaskaupið var frábært. Loksins endurnýjun og frumleiki. Ég og Helga Vala hlógum eins og vitlaus værum – þá hlýtur þetta hafa verið gott. En eins og alltaf eru 300.000 skoðanir á húmornum, þannig á það líka að vera.

Get ekki betur séð en helsta áhugamál Helgu Völu í pólitíkinni sé á dagskránni núna um áramótin. Vinnutími Íslendinga og samvera með fjölskyldunni. Kemst iðulega á dagskrá í kringum ræðu biskupsins og forsetans. Forsætisráðherrar tala yfirleitt ekki um þetta mál – þeir einbeita sér frekar að stuðinu í kringum bankana og verðbréfasirkusinn. Þetta er auðvitað út í hött. Hvað skiptir máli þegar á hólminn er komið? 1 milljarður á bankabókinni eða heilsteyptur einstaklingur sem maður tók þátt í að móta með því að vera til staðar? Við þurfum að skipta um gír og snúa við blaðinu. Vonandi verður næsta áramótaræða forsætisráðherra meira tengd þessum gildum.

Kosningamál í vor...ætli það.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home