sunnudagur, desember 24, 2006

Fjarri 101


Frúin á númer 12 klikkaði ekki þegar kom að skötunni frekar en á felmtri og öðrum Aðalsteinskum málvillutendensum hér á númer 8. Fyllingar losnuðu og það flagnaði vel í efri gómi. Fyrsta Þorláksmessa lífsins sem ekki var eytt í 101 - og viti menn það var bara hið besta mál. Gott fólk bauð í hlaðborð þar sem kræsingarnar flóðu um allt og horft á mynd bolvísku fjöllistamannanna Lýðs og Írisar. Þetta var fullkomin Þorláksmessa sem endaði á Superman Returns. Lex Luther var flottur í meðförum K.S.

Núna er aðfangadagur og einnig sá fyrsti fjarri 101 og hann leggst vel í alla á heimilinu. Ég er hins vegar haldinn einhverri hundaþráhyggju sem ég er ekki viss um að sé svo skynsamleg. Frúnni á númer 8 stekkur ekki bros þegar snati er nefndur. Litlir hvolpar fá hana ekki einu sinni til að brosa - enda veit hún sem er að öll slík svipbrigði gætu verið túlkuð málstað mínum í vil.

En ætli sé ekki best að fá úr þessu skorið með kommentum. Ef 3 svara og tveir segja snati liggur málið ljóst fyrir. En falli atkvæðin málstað kaldlyndra pragmatíkera í vil verður bara kosið aftur og aftur þangað til ásættanlega niðurstaða fæst - rétt eins og gert er í Evrópukosningum.

7 Comments:

At 11:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hundur??? ertu geðveikur??? Hvað hefur hlaupið í þig? Er hlaupinn í þig hundur?

 
At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hundur já... nei veistu ... ég held að það sé ekki málið eins og málin standa í dag. Þó að börnin þín séu farin að þola þá merkir það ekki að þau vilji hund.

 
At 11:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gæti verið góð hugmynd en er þó mjög vond. Ég myndi hugsa mig mjööög vel um. Hvað ef þú þarft að fara í frí. Hver á að passa hundinn þinn þá? Þegar þú þarft að bregða þér í kaupstað á fund ráðherra og annarra fyrirmenna, hver passar hundinn þá? Þó að þú eigir hreint frábæra eiginkonu þá grunar mig að hún ætli ekki að passa hundinn þinn á meðan. Svo hugsaðu þig vel um.

 
At 10:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

snati snati! ég er sko aldeilis til í einn svoleiðis nalda snata

friður

 
At 5:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Snati minn. Ef þig vantar pössun fyrir hund þá er ég miklu meira fyrir að passa hunda en börn þannig að ÞAÐ er ekki nokkur fyrirstaða. Nú verðum við bara að para Urtu og Mola og sjá hvort þú fáir ekki eitthvað gott út úr því ;o)
Frúin á númer 8 þarf ekkert að passa hann. Frú 12 skal alveg sjá um það.

 
At 12:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey...hugmynd... frúin á númer 12 og Snærós og Ilmur flytja allar inn í númer 8 ,með hundinum og Grími og frúin í átta flytur út...

 
At 11:00 f.h., Blogger Rögnvaldur said...

Sjálfsagt að fá sér hund og nefna hann Snata, sama hvaða kyn hann/hún er. Veiðihundur sem hentar afar vel við íslenskar aðstæður.
Drahthaariger deutscher Vorstehhund
Í lok 18. aldar tók strýhærður þýskur veiðihundur að þróast. Á meðal forfeðra hans voru að líkindum þýski Wasserhundurinn, franskur Barbethundur og ítalskur Spinone. Tegundin var ýmist kölluð Wasserhundur eða Hollendingur. Um miðja 19. öld var farið að blanda tegundina með Pointer (bendi) til að ná fram meiri hraða og betra þefskyni. Í dag er strýhærður vorstehhundur einnig blandaður Griffon Korthals og Puddelpointer. Tegundin er því mjög blönduð. Þróun hennar hefur þó verið mjög markviss og árangurinn er alhliða veiðihundur. Til viðbótar nær tegundin verðlaunaárangri í norrænum hundavetraríþróttum, drætti á sleða með skíðamanni.

 

Skrifa ummæli

<< Home