Vegagerðin og andi jólanna

Vegagerðin bjargaði mér 2svar í gær. Fauk útaf í hálku rétt við Hólmavík og síðan á miðri Steingrímsfjarðarheiði. Ég var svo heppinn að vegagerðin sá aumur á mér og dró mig upp úr sköflunum í bæði skiptin. Fyrri byltan var vegna vitleysisgangs í mér. Þar ætlaði ég að taka fram úr vegagerðarbíl á gleri – svoleiðis gerir maður ekki. Hins vegar fauk ég bara útaf á Heiðinni án þess að ráða neitt við neitt. Ég sendi þeim konfekt í hádeginu – enda sómamenn að redda vitleysingnum sem óð á fjöll í brjáluðu veðri.
Reyndar var ég hálf sjokkeraður út af öðru í gær. Fór og keypti hamborgara í Nesti á leiðinni úr borginni. Var lengi að komast í Nesti þar sem umferðin var þung þrátt fyrir að það væri mánudagur og klukkan bara 14.30. Pantaði mér borgara og fann mér borð. Náði mér í mogga til að lesa með brauðinu og lagði á borðið. Síðan var borgarinn sóttur en þegar ég kom aftur að borðinu var kona að taka blaðið. Ég sagði henni: Fyrirgefðu en ég ætlaði að lesa blaðið og lagði það á borðið meðan ég náði í matinn minn. Hún svaraði með þjósti: Hvernig átti ég að vita það? og settist niður með blaðið og horfði á mig með grimmum augum. Ég óskaði henni alls hins besta og náði mér í annað blað og las. Er tillitssemi ekki lengur dyggð? Ég er mjög feginn að vegagerðin var ekki í þessu skapi.
Reyndar var ég hálf sjokkeraður út af öðru í gær. Fór og keypti hamborgara í Nesti á leiðinni úr borginni. Var lengi að komast í Nesti þar sem umferðin var þung þrátt fyrir að það væri mánudagur og klukkan bara 14.30. Pantaði mér borgara og fann mér borð. Náði mér í mogga til að lesa með brauðinu og lagði á borðið. Síðan var borgarinn sóttur en þegar ég kom aftur að borðinu var kona að taka blaðið. Ég sagði henni: Fyrirgefðu en ég ætlaði að lesa blaðið og lagði það á borðið meðan ég náði í matinn minn. Hún svaraði með þjósti: Hvernig átti ég að vita það? og settist niður með blaðið og horfði á mig með grimmum augum. Ég óskaði henni alls hins besta og náði mér í annað blað og las. Er tillitssemi ekki lengur dyggð? Ég er mjög feginn að vegagerðin var ekki í þessu skapi.
2 Comments:
Þegar menn lenda í brjáluðu veðri á Ströndum og hálka er á heiðinni er auðvitað rétt að staldra við, heyra hljóðið í heimamönnum, kaupa sér gistingu og gott að borða og taka síðan lífinu með ró þar til veðri slotar.
Kv. Jón Jónsson, Kirkjubóli.
Það gerði ég einusinni og það var sérlega gott. Og gaman. Blaðaræningjar eru alrændir í Reykjavík. Þar er almennur dónaskapur alræmdur. Það er svo auðvelt að vera nafnlaus dóni. Þess vegna er eiginlega nausynlegt að vera kurteis úti á landi. Það vita nefnilega allir hvað þú heitir!
Skrifa ummæli
<< Home