miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Rúðuþurrkurnar


Þær eru ónýtar. Höfðu ekki undan í krapaslabbinu í gær. Mótorinn brann yfir og nýji Opelinn veldur vonbrigðum. Hvað á maður að segja þegar Toyota Corolla ala 1994 keyrir borubrött framhjá með rúðuþurrkurnar á fullu á meðan Zafírinn frá maí 2005 þolir ekki smá krapa? Ætli Ingvar Helgason komi til mín með nýjan mótor á morgun? Það verður frekar - því miður en við þessu er ekkert að gera. Kannski að ég leiti á náðir Hafsteins á Bílatanganum og kanni möguleikana...


Annars hef ég það á tilfinningunni að allt sé að springa út hér fyrir Vestan. Kraftur og stuð er einkennandi her á Vitastígnum - ég held að þennan kraft megi finna í fleiri húsum á svæðinu. Lýður og bandið allt komið í megrun og ég með. Veit ekki hvort menn innan bandsins taki undir þetta en það kemur þá af stað umræðum á næstu æfingum. Alltaf gott að stofna til umræðna.


Steingrímsfjarðarheiðin og fleiri vestfirzkir vegir settu stein í götu Grjóthrunsins í kvöld. Ég held að það fari að koma tími á fleiri láglendisvegi og eins og tvöþrjú göng....


2 Comments:

At 12:35 e.h., Blogger Oskar Petur said...

...þú meinar Toyota CARINA '96. Þessir bílar neita að bila, deyja, o.s.frv.

 
At 2:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eini bílinn sem aldrei dó var Hillman Hunter árgerð 60 og eitthvað. Sinnti Rúnari vini mínum Gestssyni og okkur vinum hans endalaust. Aldrei sett meira bensín á hann en sam nam 1/10 úr kripplingi....hann gekk endalaust af gömlum vana. Heil sé þér Hillman Hunter og blessuð sé minning þín. Þeir sem aldrei deyja, deyja nú samt....

 

Skrifa ummæli

<< Home