sunnudagur, desember 10, 2006

Ég sakna þín ekki hót


Augusto Pinochet dó í dag. Hann varð 91 árs sem er vel yfir meðaltalinu í Chile. Á 8. áratugnum kom hann mörgum fyrir kattarnef - flestir þeirra náðu ekki einu sinni 20 ára aldri. Hann myrti helsta andstæðing sinn Salvador Alliende 11. september 1973. CIA hjálpaði til við verkið enda óttuðust Bandaríkjamenn félagshyggjuöflin í Suður-Ameríku meira en djöfulinn sjálfan. Pinochet var aldrei sóttur til saka fyrir voðaverk sín og í 10 ár var heilsa hans notuð sem afsökun fyrir aðgerðarleysinu. Ég man ekki til þess að hann og dauðasveitir hans hafi nokkuð tekið tillit til heilsu þeirra sem þeir hnepptu í varðhald og pyntuðu og drápu. Járnfrúin breska talaði fallega um vin sinn Pinochet fyrir nokkrum árum og botnaði ekkert í þeim sem vildu draga hann fyrir dómstóla. Legg til að við minnumst fórnarlamba Pinochet og vina hans í CIA.


Ég sakna Pinochet ekki neitt.

4 Comments:

At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

CIA og Pinochet björguðu með valdaráni sínu tugþúsundum mannslífa sem annars hefðu dáið á hrikalegan hátt í óreiðu og viðurstyggð félagshyggjunnar. Virtur prófessor við Háskóla Íslands sagði þetta og ég get ekki rengt hann...

Augusto, þín verður sárt saknað. Vonandi hittirðu Milton hinum megin, þið getið rifjað upp gamla góða daga.

 
At 11:11 f.h., Blogger Grimur said...

Freedman vinur minn - hann var vissulega frjálshyggjumaður en hann lagði ekki til að frjálshyggjan kæmist að með valdaráni og morðsveitum.

 
At 12:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilagt lag hjá ykkur í þættinum hans Jóns Ólafssonar. Er hægt að nálgast þetta lag einhversstaðar?

 
At 4:35 e.h., Blogger Grimur said...

Skoða ruv vefinn og upptökur....

 

Skrifa ummæli

<< Home