sunnudagur, desember 03, 2006

Ferðalag

Ég ætla að keyra til Reykjavíkur á morgun. Mér er það þvert um geð en í þágu málstaðarins má skjótast til Höfuðborgarinnar fyrir stutt stopp. Ferðafélagarnir eru heldur ekki af verri endanum. Eva Grímsdóttir og Lýður Árnason verða í bíl með mér. Í öðrum bíl verður restin af Grjóthruninu. Stefni á sveittan borgara á Brú.

Það er ýmislegt sem á daga þjóðfélagins hefur drifið síðustu vikurnar og óábyrgir menn gætu gert sér mat úr mörgu. Mig langar stundum að vera einmitt þannig en börn hafa 100 mál og við tökum 99 af þeim.....

Gestur náði ágætri kosningu í prófkjöri VG á Höfuðborgarsvæðinu - gæti verið raunhæft að hann dytti inn sem varaþingmaður. Fátt kom á óvart. Kannski hvað Álfheiður fékk góða kosningu en hún hefur lengi verið á leiðinni upp töfluna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home