föstudagur, desember 01, 2006

Ábreiðugestur


Gestur Hafnarfjarðarbersi fer mikinn í mogganum og á bloggsíðu sinni þessa dagana. Ég er oftast algjörlega sammála Gesti og hef sagt það hér og segi það enn að þingheimur yrði betri með þann ágæta mann innanborðs. Hins vegar ætla ég aðeins að deila á hann þegar kemur að tónlistarsmekk. Ég gaf honum og Dóru í brúðkaupsgjöf frípassa á alla tónleika Austur Þýskalands á síðasta ári. Þau létu sig iðulega vanta á viðburðina. Margar þeirra fjarvista voru nær guðlasti en fjarvistum. Í gær frétti ég síðan af Gesti í Laugardalshöllinni á risastóru ábreiðuhófi. Sagt með fullri virðingu fyrir Magna þeim mikla meistara og hans frábæru fjölskyldu sem ég þekki bara af góðu einu.

Gestur, get ég treyst því að þetta lagist þegar þú kemst á þing? Kjósendur þínir þurfa að fá að vita þetta?

1 Comments:

At 1:13 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Hah.
Hér ferðu með fleipur.

Við fórum ekki á innipúkann, en alla ðara atburði mættum væið á þetta frábæra ár, ójá.

Og mér fannst gaman Á Emilíönu, Sonic Youth, Anthony and the Johnsons. Mér fannst líka gaman að Og mér fannst líka gaman á Rockstar tónleikunum.

Joanna Newsom var sömuleiðis frábær, ásamt Slowblow, sem var kynnt sem upphitunarband. Lisa Ekdal er líka mitt uppáhald. Allt eru þetta skjólstæðingar Austur þýskalands.

Ég neyðist víst til að koma með yfirlýsingu: Já, mér finnst líka gaman að þeim sem töpuðu í Rack-star.

 

Skrifa ummæli

<< Home