Kók og bland í poka

Það fer kannski vel á því að í mánuði ofáts samþykki alþingi Íslendinga að lækka verð á gosdrykkjum og nammigotti. Á meðan þjóðirnar í kringum okkur reyna að stýra neyslunni með vörugjöldum ákveðum við að fara aðrar leiðir. Engu virðist skipta þótt þjóðin fari fitnandi og að gos- og sælgætisneysla okkar aukist jafnt og þétt. Allar tilraunir til að benda á ávinning neyslustýringar eru umsvifalaust skotnar niður með þeim rökum að um forræðishyggju sé að ræða.
Hlaupum því út í sjoppu og kaupum okkur bland í poka og kók – verðið fer fallandi.
Hlaupum því út í sjoppu og kaupum okkur bland í poka og kók – verðið fer fallandi.
3 Comments:
Sala á sykurlausum drykkjum (Coke Light, Pepsi Max) og vatni (Toppur og Egils Kristall) hefur aukist mikið meðan að salan á sykruðum drykkjum (Coca Cola, Pepsi, Sprite, 7up) fer minnkandi. Engin ríkishönd sem stjórnar því, heldur neytendur sem velja sjálfir hvað þeim er fyrir bestu.
Er nú ekki allt í lagi að treysta okkur aðeins betur fyrir eigin heilsu og óheilsu ef fólk vill drepa sig úr sykuráti og drykkju þá verður það bara að fá að gera það.
Óþarfi að láta fólk fara á hausinn við það.
kv lufsan
Hey!! Hver er að fitna?... ertu með meiningar?
Og nei Bjarnveig. Það hefur sýnt sig að hæfileg forræðishyggja er það eina sem blívur, fólk er of heimskt til að stýra eigin neyslumynstri. Hvað þá að kjósa!!!
Skrifa ummæli
<< Home