Áramót

Var að lesa Össur rétt í þessu. Hann veltir fyrir sér hinu og þessu stjórnarmynstrinu í vor. Þetta eru skemmtilegir tímar fyrir þá sem gaman hafa af stjórnmálum. Verður það Sjálfstæðisflokkurinn ásamt VG - nú eða Samfylkingu sem stjórna skútunni eða verður það stjórn VG, Samfylkingar og Frjálslyndra? Getur verið að Framsóknarflokkurinn rísi enn á ný og komi á óvart? Völvurnar minnast ekki á það - utan Dr. Gunna sem spáir því að Framsóknarflokkurinn stjórni eftir kosningar og að Paris Hilton sjáist brókarlaus í hverjum mánuði.
Annars finnst mér fróðlegt að meta hverjir eru menn hverra innan stórnmálanna. Össur er með lista sem heitir Mínir menn þar sem samflokksfélagar í bloggheimum eru taldir upp. Merkilegur listi og gefur ákveðnar vísbendingar hvar hjartað slær. Það er sunnansláttur með ákveðnum áherslum. Ég held að ég leggist í rannsóknir (fyrir sjálfan mig) og hanni samsæriskenningu (bara fyrir mig) og kanni síðan sannleiksgildi hennar eins og færi gefst.
Annars finnst mér fróðlegt að meta hverjir eru menn hverra innan stórnmálanna. Össur er með lista sem heitir Mínir menn þar sem samflokksfélagar í bloggheimum eru taldir upp. Merkilegur listi og gefur ákveðnar vísbendingar hvar hjartað slær. Það er sunnansláttur með ákveðnum áherslum. Ég held að ég leggist í rannsóknir (fyrir sjálfan mig) og hanni samsæriskenningu (bara fyrir mig) og kanni síðan sannleiksgildi hennar eins og færi gefst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home