föstudagur, desember 29, 2006

Viðskiptafræði

Í gær bárust fréttir af því að 365 miðlar hafi selt DV og tímaritin sín tveimur félögum. Annað félagið er í eigu 365 miðla og einhverra annarra sem eiga örugglega í 365 miðlum líka. Í fyrradag seldi FL group Sterling flugfélagið og voru kaupendurnir Fons og FL goup. Allt eru þetta sömu aðilarnir að selja sjálfum sér eigin félög. Ég gleymdi greinilega að taka viðskiptafærði 103.

Síðan verð ég að játa að mér þykja fjölmiðlar ótrúlega áhugasamir að segja fréttir af sápuóperunni innan eigin raða. Í 300.000 manna þjóðfélagi eru ritstjórar allt í einu orðnir gríðarlega merkilegt fyrirbæri. Það renna í gegnum fjölmiðla milljónir og milljónir ofan og fæstir þeirra skila krónu til eigenda sinna. Af hverju ætli það sé svona eftirsóknarvert að eiga fjölmiðil?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home