Fall jólanna

Jóladagur var athyglisverður í lífi mínu. Fyrir utan að hafa bætt hressilega utan á mig með stjórnlausu áti á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag (hélt áfram á 2. í jólum) - lenti ég í miklu ævintýri. Við læstum okkur úti þegar við gengum út á leiðinni í jóladagsmessu. Þegar heim var komið ákvað húsbóndinn að hífa sig upp á skyggnið fyrir ofan innganginn og reyna að losa glugga. Það vildi ekki betur til en svo að ég hrapaði aftur fyrir mig og lenti í miðjum garðinum. Þar sem ég var að falla sá ég líf mitt renna hægt fyrir augunum á mér og var ég viss um að mínir dagar væru senn taldir. Ég lenti með miklu brambolti á handriði og þaðan út í garð. Handriðið breyttist í duft en einhverra hluta vegna stóð ég upp eftir byltuna alveg óskaddaður. Ég lifi!
Ég hugsa nú að nágrannar mínir sem dvelja og vinna í Skýlinu hafi frá ýmsu að segja eftir að hafa haft Grím Atlason og fjölskyldu fyrir augunum í nokkra mánuði. Það er t.d. alveg ósögð sagan af því þegar frú Grímur fór til N.Y. og önnur kona fór í bað á Vitastíg 8.......
2 Comments:
Mér finnst nú alveg magnað að enginn skuli kommenta hér. Hef áhyggjur af því... ég verð að segja það....
Ok ok.. ég skal taka það að mér.
Þar sem ég bý nú í næsta nágrenni hafði ég af því spurnir að kona í handklæði einu fata (getur maður kallað handklæði föt??) hafi sprangað um íbúð bæjarstjórahjónanna í fjarveru frúarinnar. Ég reyndar veit fyrir víst að ENGINN var heima nema börnin og þessi dularfulla kona. Ekki einu sinni Grímur. Sem gerir þetta strípimál enn athygliverðara.......
Skrifa ummæli
<< Home