mánudagur, janúar 08, 2007

Firringin

John Cleese er fyndinn í Kaupþingsauglýsingunni - það verður ekki af honum tekið. Las síðan á einhverri bloggsíðunni að þeir hefðu haldið árlegt áramótapartý sitt í London um helgina. Duran Duran mættu og tóku lagið. Í Rússlandi héldu olíubarónar sitt partý og fengu George Michael til að taka nokkur lög fyrir rúmar 200 milljónir kr. Ekki veit ég hvað Duran Duran kostaði fyrir þessa velvöldu vini Kaupþings en þetta er eitthvað svona pínulítið firrt verð ég að segja.

5 Comments:

At 1:53 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Já en Duran Duran?
Ef ég væri að skipuleggja partý í London fyrir Kaupþing (og þá væntanlega með helling af peningum til að eyða) myndi ég velja eitthvað betra en þá til að skemmta!

En auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér.

 
At 3:01 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Hvernig hljómar:

Duran Duran 300 milljónir
John Cleese 80 milljónir
George Michael 120 milljónir

Gæti verið nálægt, nú eða þá mjööög langt frá. . .

 
At 3:10 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Nei, auðvitað meira.

Hvað segirðu um 10 milljónir fyrir DD, og 180 fyrir John. . .

(Við skulum muna að Hannes Smárason tekur ekki upp heftið fyrir minna en hvað var það??? Fimm milljarða eða tíu?)

Þá er þetta bara lítið.

 
At 7:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvenær ætlar Bolungarvíkurkaupstaður að halda svona partý? Finnst ekki duga neitt minna...eða er ekki mökum boðið?

 
At 6:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fékk Duran Duran greitt í Evrum?

 

Skrifa ummæli

<< Home