Breyskur maður

Ég er breyskur. Það verð ég víst að viðurkenna. Fór í fótbolta inn á Ísafjörð eins og svo oft áður á miðvikudögum. Eftir 47 mínútna leik gekk minn maður af velli hundfúll og leiðinlegur. Uss, Grímur með gleraugun og gráa hárið lét fótboltaleikinn fara svo í taugarnar á sér að hann náði ekki að klára tímann. Hneisa og ég skulda strákunum í það minnsta 50 armbeygjur með einari til að sýna fram á sanna iðrun. Helvítið hann Lýður mun nudda mér upp úr þessu fram að næstu jólum – ef hann þá nokkurn tímann hættir að minnast á þetta.
Ég baðst þó afsökunar í sturtuklefanum – en það er ágætt á gamlan hund að fá á baukinn.....
Ég baðst þó afsökunar í sturtuklefanum – en það er ágætt á gamlan hund að fá á baukinn.....
4 Comments:
Ég ætla núna að taka mér kortér í að sjá fyrir mér afsökunarbeiðnina í sturtuklefanum....múhahahahaha!!!
hehe...
kemur fyrir bestu menn!
Er það ekki bara sykurleysið sem fer svona í nervurnar þínar Grímur minn???
Held þetta snúist um átökin við að horfast í augu við að líkaminn er orðinn 36 ára á meðan hausinn heldur að ég sé bara 18 ára.
Skrifa ummæli
<< Home