föstudagur, janúar 05, 2007

Lisa


Ég verð auðvitað að auglýsa Lisu Ekdahl - annað væri firra. Ég hugsa að þetta verði gott geim. Kæmi mér ekki á óvart ef Bolungarvík verður eftirminnileg.

Lisa Ekdahl á ferð um landið
Lisa Ekdahl heldur tónleika á Nasa fimmtudaginn 1. mars, föstudaginn 2. mars á Græna Hattinum Akureyri og laugardaginn 3. mars í Víkurbæ í Bolungarvík. Miðasala hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar og velvöldum BT verslunum. Miðaverð aðeins 2900 kr.

Lisa Ekdahl er mörgum kunn á Íslandi enda er hún sannkallaður Íslandsvinur. Hefur spilað ásamt hljómsveit í Austurbæjarbíói og Háksólabíói fyrir troðfullu húsi. Að þessu sinni er Lisa á ferð með kassagítar og undirleikaranum Mattias Blomdahl sem spilar á gítar, hljómborð og önnur hljóðfæri. Draumur hennar var að spila úti á landi á Íslandi og þann draum lætur hún rætast nú. Lisa Ekdahl á tryggan hóp aðdáenda hér á landi og má með sanni segja að sú aðdáun sé gagnkvæm þegar kemur að landi og þjóð.

Lisa Ekdahl sló í gegn með hljómplötunni Vem vet árið 1994 en það var hennar fyrsta plata. Sú plata er ein sú söluhæsta á Norðurlöndunum til þessa dags. Lisa Ekdhal hefur síðan farið ýmsar leiðir í tónlistarsköpun sinni – allt frá djassi og bossanova yfir í popp. Hún á miklum vinsældum að fagna í Danmörku sem er óvenjulegt þar sem sænskir tónlistarmenn hafa átt á brattan að sækja í Danaveldi. Hún er þekkt út um alla Evrópu og hafa plötur hennar selst gríðarlega vel í Frakklandi.

2 Comments:

At 11:13 e.h., Blogger Böddi said...

Glæsilegt framtak að fá þessa stúlku hér vestur en verst þykir mér að þurfa að fara til Akureyrar eða Reykjavík til að sækja miðanna.

 
At 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú mætir bara með útprentið á tónleikana fyrir vestan og færð miða við innganginn

 

Skrifa ummæli

<< Home