Peter, Björn og Mary - ég meina John

Merkilegt. Sit hér á hóteli í Zuidlaren í Hollandi eftir ágætt kvöld í Groningen og bloggerinn er á þýsku. Þessar IP-tölur eru greinilega að gera það gott.
Hitti marga ágæta menn í kvöld og sá aðeins af böndum. Ævintýraleg innkoma okkar á tónleika Peter, Björn og John stendur upp úr. Það var troðið á staðnum þegar við mættum á þá ágætu tónleika og 300 manns í röð fyrir utan. Ónefndur meistari úr Hlíðunum fór með okkur hringinn í kringum húsið og barði upp á að aftan. Þar beitti hann miklum persónutöfrum og talaði 5 manns inn. Þess ber að geta að hann hefur aldrei komið til Groningen áður. Bandið var ágætt og mæli ég eindregið með því. Þið sem ekki eruð búin að tryggja ykkur miða á Nasa ættuð að gera það hið fyrsta.
2 Comments:
LÖNGU kominn með miða.
Veistu nokkuð hverjir flytja þá inn til Íslands?
Hvað (annað en Lísu Ekdal) er DDR svo að plana?
Óskar minn - ég treysti því að þú sért kominn með miða á Lisu - hún er flott. Það er ýmislegt í pípunum sem mun gleðja þitt annars ágætta sinni.
Skrifa ummæli
<< Home