Hrun eða ekki hrun

Kristinn H. Gunnarsson er skeleggur þingmaður. Hann hefur oft staðið í lappirnar þegar aðrir gera það ekki. Ég er hins vegar algjörlega ósammála honum og sýn hans á framtíð Vestfjarða. Hann dregur upp þá mynd í grein að hrun blasi við ef ekkert verði að gert. Þetta þykja mér kaldar kveðjur til þeirra sem hér kjósa að búa. Það er auðvitað rétt hjá Kristni að ýmislegt þurfi að gera og mikið af því megi herma upp á ríkisstjórnina. Hins vegar er svæðinu engin greiði gerður með því að leggja það í sjúkrarúm og tala um það eins og um karlægt gamalmenni væri að ræða. Vel má vera að atvinnulíf sé full einhæft og hagstjórn stjórnvalda hvetji ekki menn ekki til dáða – en því má breyta. Þetta snýst um grundvallaratriðin í hagfræðinni: Þegar þennsla er þá dregur hið opinbera úr framkvæmdum - þegar samdráttur er þá eykur hið opinbera framkvæmdir. Við skulum hjálpa stjórnvöldum að gera þetta.
Sjálfsvirðing og metnaður íbúa svæðisins er það sem skiptir máli. Það má vel vera að á Vestfjörðum finnist fólk sem vildi helst geta selt húsin sín og flytjast suður en þorri fólks kýs að vera hérna af fúsum og frjálsum vilja. Það eru ekki frábærar samgöngur eða válynd veður sem hafa haldið fólki hér til þessa dags. Það er hægt að tala allt í gröfina. Það er lögmál að fólk hefur ekki áhuga á því sem fyrirfram er búið að dæma úr leik. Vestfirðir hafa upp á ýmislegt annað að bjóða sem þykir eftirsóknarvert – og það er það sem við eigum að sýna fólki. Fjölskylduvænt umhverfi þar sem öll þjónusta er til staðar er það sem nútímamaðurinn leitar í.
Sjálfsvirðing og metnaður íbúa svæðisins er það sem skiptir máli. Það má vel vera að á Vestfjörðum finnist fólk sem vildi helst geta selt húsin sín og flytjast suður en þorri fólks kýs að vera hérna af fúsum og frjálsum vilja. Það eru ekki frábærar samgöngur eða válynd veður sem hafa haldið fólki hér til þessa dags. Það er hægt að tala allt í gröfina. Það er lögmál að fólk hefur ekki áhuga á því sem fyrirfram er búið að dæma úr leik. Vestfirðir hafa upp á ýmislegt annað að bjóða sem þykir eftirsóknarvert – og það er það sem við eigum að sýna fólki. Fjölskylduvænt umhverfi þar sem öll þjónusta er til staðar er það sem nútímamaðurinn leitar í.
6 Comments:
það er amk mikið grjóthrun hjá ykkur þarna
Getum við kæri bæjarstjóri á Bolungarvík endalaust skellt skollaeyrum við staðreyndum? Það gengur ekki að láta sannleikann eilíflega koma í bakið á okkur og að við felum okkur síðan gjammandi á bakvið rómantík í þeirri trú að endingu komi einhver okkur til hjálpar.
Það þarf hugarfarsbyltingu í þessu landi, bæði okkur landsbyggðafólks og hinna.
Ég efast oft um það hvor hópurinn skilur stöðuna betur.
Kv, Sigurður Atlason, Hólmavík
Ég fæ ekki betur séð en sl. 20 ár hafi staðreyndum verið haldið að þjóðinni með afar takmörkuðum árangri. Ég veit ekki hvað margar skýrslur hafa verið birtar um fólksfækkun og erfiðleikum á svæðinu - þetta er flestum ljóst sem á annað borð fylgjast eitthvað með. Ég lít ekki svo á að með því að vilja draga fram það jákvæða við svæðið sé ég að skella skollaeyrum við staðreyndum - spurningin er hins vegar þessi: hverju skilar það að gera Vestfirði að sjúklingi?
Þá fyrst þegar menn eru búnir að viðurkenna að um sjúkling sé að ræða, er hægt að snúa sér að lækningu:)
Katrín
Jamm, athyglisverður pistill frá bæjarstjóra. Nú detta allar dauðar lýs! Er sjóndeildarhringurinn hjá þroskaþjálfaranum og "músíkantinum" ekki víðari en svo að vita ekki að það er ekki nóg að búa í fjölskylduvænu umhverfi. Það þarf nú meira til eins og fjölbreytni á atvinnulífi, góðar samgöngur og samskipti, viðunandi laun o.fl. Ég skal taka það til greina að þú ert nýr í sveitarstjórnarmálum en ég öfunda ekki Bolvíkinga ef þetta er metnaður bæjarstjórans. Pllýönuleikurinn verkar einungis í skamman tíma og hann hefur verið leikinn ansi lengi þarna fyrir vestan.
Free [url=http://www.greatinvoices.com]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to create competent invoices in bat of an eye while tracking your customers.
Skrifa ummæli
<< Home