fimmtudagur, janúar 25, 2007

Tónlist

Staddur í höfuðborginni núna. Reykjavík er falleg borg en mikið er gott að búa fyrir Vestan. Sá á BB í morgun að búið er að staðfesta nokkur atriði á Aldrei fór ég suður um páskana. Ég er auðvitað mjög ánægður að Blonde Redhead mæti vestur enda er ekkert lögmál að tónleikar þurfi alltaf að fara fram í Reykjavík þegar bandið er erlent. Mér segist svo hugur að margir sem ekki þekkja BRH og mæta á hátíðina muni falla fyrir snilldinni. Þau halda reyndar líka tónleika í Reykjavík áður en þau fara vestur og þar mætir einnig Kristin Hersh sem er algjör meistari líka. Það lítur út fyrir að apríl verði góður mánuður í tónlistarlífinu fyrir vestan og sunnan.

Lisa Ekdahl er einnig á leiðinni vestur, suður og norður. Forsala gengur vel og er nær uppselt í Reykjavík og á Akureyri. Vestanmenn eru ekki vanir forsölu á viðburði en samt hefur talsvert selst af miðum. Ég hlakka mikið til að sjá Lisu Ekdahl í Víkurbæ....

4 Comments:

At 5:59 e.h., Blogger Oskar Petur said...

Hmmm...Blonde Redhead í fimmta - eða jafnvel SJÖTTA - skipti?

Því ekki það, ég sá nú I'm Being Good 8 eða 9 sinnum, sem er metið (ef ekki eru talin með þau 15-20 skipti sem ég er örugglega búinn að sjá Rass, Saktmóðigan, Fræbbblana, Skáta, ...).

Djöfull er gaman á tónleikum!

 
At 12:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú eint sín nothíng jet!

 
At 11:54 f.h., Blogger Fía Fender said...

hvaa segirru, hvenær verða skvísurnar kristin og lisa fyrir vestan?

 
At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lisa verður fyrir vestan þann 3. mars - kristin bara í Reykjavík með BRH...

 

Skrifa ummæli

<< Home