mánudagur, janúar 15, 2007

Greiningarstöð


Samhjálp er gott líknarfélag. Þar er unnið ágætt starf sem viðurkennt hefur verið undanfarin ár. Ég geri hins vegar athugasemd við það að obbi þess starfs sem snýr að langt leiddum alkóhólistum á Íslandi skuli vera á höndum Samhjálpar. Reykjavíkurborg hefur falið Samhjálp að sinna Gistiskýlinu, sambýlum á Miklubraut og súpueldhúsi. Auk þess rekur Samhjálp Hlaðgerðarkot og Stoðbýli við Hverfisgötu. Núna hefur Félagsmálaráðuneytið falið Samhjálp að reka Byrgið að Efri Brú. Það má því segja að ef þú ert staddur á götunni og ert fárveikur alkóhólisti er nær eingöngu um Samhjálp að ræða þurfir þú aðstoð.

Hvers vegna dregur úr fagmennsku þegar veikari einstaklingar eiga í hlut? Myndum við sætta okkur við að leita lækninga hjá líknarfélagi þar sem leikmenn bæru hitann og þungann af rekstrinum? Ég ítreka að hjá Samhjálp er margt frábærlega hæft fólk við störf. Kannski mætti leysa þetta með því að ráða fleiri lækna, félagsráðgjafa, sálfræðinga sem myndu styrkja starfið hjá Samhjálp þar sem fyrir eru margir vímuefnaráðgjafar. Tengingin á milli trúarinnar og meðferðarstarfsins getur einnig verið þröskuldur ef aðeins er um einn valkost að ræða.

Ég velti því fyrir mér hvort hugmyndin um greiningar- og ráðgjafarstöð sé svona afleit - þegar staða mála er skoðuð í dag.......

2 Comments:

At 11:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyr, heyr! Við Huld vorum einmitt að ræða þetta yfir morgunkaffinu.
Af hverju er eina lausn ríkisins að bjóða upp á trúfélagstengd úrræði?
Kveðjur frá Køben,

 
At 3:36 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Sæll kæri bróðir.

Hvernig væri nú að dusta rykið af gömulum spukulasjónum og skoða hvort þær falli ekki betur í kramið nú en áður.

Og rétt hjá Sigga, hvers eiga trúlausir og annar trúar að gjalda í þessum efnum. Gildir túfrelsi aðeins fyrir aðra?

Hér viljum við ábyrgð ríkis og sveitarfélaga - og ekkert kjaftæði.

 

Skrifa ummæli

<< Home