sunnudagur, janúar 28, 2007

Berklar


Heyrði af berklatilfelli um daginn. Viðkomandi var Íslendingur sem smitaðist í Svíþjóð. Heyrði síðan ræðubút frá Guðjóni Arnari þar sem sagðist hræðast útlendinga og smitsjúkdóma – m.a. berkla. Ég held að öruggara væri að banna Íslendingum að ferðast til útlanda en að hefta hingað för íbúa Evrópusambandsins – sé takmarkið að hefta útbreiðslu sjúkdóma. Einnig boðar Guðjón að hagir þeirra sem hingað eru komnir verði kannaðir – það á semsagt að rannsaka fólk ef það er af öðru þjóðerni en íslensku.

Mig langar ekki í svona samfélag. Samfélag þar sem fólk er dregið í dilka eftir þjóðerni. Hvaða útlendingar eiga að falla undir þennan nýja hatt? Eru Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Norðurlandabúar undanskildir? Eru sumir hreinni en aðrir? Eru það bara molbúarnir frá Búlgaríu, Póllandi og Rúmeníu sem þurfa að fara í bað?

Annars var líka athyglisvert hvað Margrét Sverrisdóttir sagði um flokkinn sinn: Hann væri holdsveikur þegar kæmi að stjórnarsetu......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home