fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Little Miss Sunshine og hjáróma kvak


Ég fór í bíó um daginn. Sá myndina Little Miss Sunshine. Fallegasta mynd sem ég hef séð lengi. Þetta er svona mynd sem fær mann til að trúa á lífið. Mæli eindregið með þessari snilld.
Spurning dagsins á BB er hins vegar jafn tilgangslaus og Little Miss Sunhine var tilgangsrík. Spurningin er þessi: Stefnir í hrun á Vestfjörðum í ljósi fólksfækkunar og neikvæðs hagvaxtar? Það er algjör óþarfi að fela staðreyndir eða benda á eitthvað annað – en það er líka óþarfi að hampa hinu neikvæða öllum stundum. Það liggur algjörlega fyrir að við þurfum að hamra á stjórnvöldum vegna ýmissa mála eins og t.d.: Opinberar framkvæmdir settar á fullt á stöðnunartímum, hringtenging rafmagns, öflugri ljósleiðara, fjölgun tekjustofna, bættra samgangna o.s.frv. En hvaða aðferð er best? Við getum talað okkur í hrun – en hverju skilar það?

Hvar liggja kostir Vestfjarða? Þeir liggja m.a. í því að hér má finna stórfenglega náttúru og frið frá skarkala stórborgarlífsins. Borgin hefur sína kosti sem eru ótvíræðir. Við þurfum ekki að keppa við borgina um þá kosti. Gallar borgarlífsins eru hins vegar margir og þar vega kostir okkar á móti. Sigur Rós er t.d. í vandræðum í Mosfellsbæ vegna vegagerðar þar í bæ. Vegagerðin er skiljanleg þar sem byggja þarf nýtt hverfi. En þessi vegagerð gerir starfseminni sem nú er í Kvosinni erfitt fyrir. Ég sendi Sigur Rósar mönnum bréf þar sem ég benti þeim á möguleikana hér fyrir vestan. Ég minntist ekkert á neikvæðan hagvöxt í bréfinu og að enn þyrfti að keyra á einbreiðum vegi í Mjóafirði á leiðinni til Reykjavíkur. Ég benti hins vegar á náttúruna og mannlífið hér – það er einstakt.

Reykjavík er einstök en það eru margir sem eru að leita að öðru. Við höfum upp á þetta annað að bjóða. Við þurfum hins vegar að trúa því til þess að það verði ekki að hjáróma kvaki.

5 Comments:

At 9:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En tókstu fram að það myndi fljótlega breytast, að það kæmi brátt nýr vegur yfir Mjóafjörð og von bráðar yfir Arnkötludal??

 
At 10:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

og göng undir Óshyrnuna?

 
At 8:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Grímur þú stendur þig vel í að láta Bolungavík hljóma girnilega...Bréf þitt til Sigurrósar verður vonandi ekki bara brilljant hugmynd.


Ungfrú Trékyllisvík

 
At 11:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

við erum sammála um margt grímur t.d. það að myndin little miss sunshine er frábær - var á henni í gærkvöldi - líka margt í byggðamálum. staðan á vestfjörðum er víða alvarleg og svæðið þarf kraftaverkamenn. bjarni framsóknarmaður á selfossi

 
At 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Well written article.

 

Skrifa ummæli

<< Home