föstudagur, febrúar 16, 2007

Hið galna


Í fyrra birtu nokkur trúfélög auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem þeir, sem einhverra hluta vegna hefðu aðhyllst kynvillu, var bent á leið út úr ógöngunum. Þessi leið var samkvæmt þeirra hugmyndum vegur drottins. Þessi trúfélög auglýstu þarna lækningu við krankleikanum samkynhneigð. Mér var mjög í nöp við þessa auglýsingu og taldi að hún væri á brún ærumeyðinga og hefði þannig mátt ritstýra frá birtingu. Ég talaði um þetta við ritstjóra Morgunblaðsins sem var ekki sama sinnis og ég.
Núna eru umræður miklar um Kastljósþátt þar sem Alan nokkur Chambers lýsti afhommun sinni. Ég veit ekki hvort ég vilji ganga svo langt að segja að þáttur eins og þessi flokkist undir ærumeyðingar en þetta er ekki fallegt sjónvarpsefni. Þetta hefur ekkert með upplýsta umræðu að gera. Kynhneigð þvæst ekki af fólki frekar en húðlitur. Vissulega eru til dæmi um menn sem hafa breytt sér - eins og t.d. Michael Jackson en það sést kannski einmitt best á því dæmi hvað erfitt er að hrófla við sköpunarverkinu.

Það að fjalla um kynhneigð fólks á þeim nótum að það sé vilji guðs að við séum svona en ekki hinseginn flokka ég sem þvælu og ekki boðlega á disk vitiborinna manna. Rökin eru brjálæðisleg og að mínu mati stjórhættuleg. Á sama svæði eru t.a.m. umræðan um að svart fólk sé heimskara en hvítt fólk - enda komi það fram í fjölmörgum rannsóknum. Þetta er auðvitað algjörlega galið.....

2 Comments:

At 10:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég var að hugsa um að gerast tilraunadýr hjá honum og skipta um kynhneigðun,,,

Ég hef nefnilega svo litla trú á þessu, en ef hann er svona laginn við þetta þá þori ég nú ekki annað en að láta breyta mér í homma, því ég er soo assskoti lítið fyrir kvenfólkið !!!!

Halla kuti

 
At 2:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta í lagi fyrir þá sem vilja gera þetta. Ég meina fóstureyðingar fyrir þá sem vilja það og afhommun fyrir hina ég meina samfélagið er fullt af fordómum og verður það alltaf. "farðu í megrun" "húðin þín á ekki að vera svona" og so on og so on ég meina enginn má vera einsog hann er því miður.

 

Skrifa ummæli

<< Home