Furðulegt

Félag heyrnarlausra harmar mjög að frumvarp um viðurkenningu á íslensku táknmáli náði ekki í gegn á þessu þingi. Þetta hefur slæm áhrif á heyrnarlausa í samfélaginu þar sem barist hefur verið fyrir réttindum heyrnarlausa í áratugi. Máli okkar var enn vísað frá við þinglok. Félag heyrnarlausra gefst ekki upp í þessari réttindabaráttu og við vonumst til að fá stuðning í haust.
4 Comments:
Þetta er meira en furðulegt, þetta er óskiljanlegt!
Sammála! Einnig er ég sleginn yfir því að Ögmundur og co vilja ekki leyfa mér að kaupa bjór í Samkaup eða hjá Geira á Shell!
Hvar er umhverfisstefnan í þessum málum? Hugsa sér allt það óþarfa svifryk sem myndast með öllum þessum akstri sem Bolvíkingar og nærsveitungar Ísafjarðar þurfa að glíma við bara til þess eins að kaupa vín í sósugerðina!!!!!!
Sveiattan Vinstri Grænir Sveiattan!!!!!!!!
Já Pétur minn. Þínar ferðir í Ríkið eru fyrst og fremst til að ná í nauðsynleg hráefni í þínar heimsþekktu gourmet sósur.
En fyrir þann sem ekki veit, hvaða máli skiptir hvort að táknmál er viðurkennt eður ei?
Það skiptir t.d. máli þegar þú horfir á fréttir, þarft á opinberri þjónustu að halda o.s.frv. Að texta sjónvarpsefni er ekki það sama og fá táknmálstúlk. Þetta kostar peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni - við erum ekki að sinna því sem við eigum að sinna.
Skrifa ummæli
<< Home