Stutt samantekt

Alverst í þessum málum er þó undarlegur flutningur opinberra starfa frá svæðinu til höfuðborgarinnar. Slíkar aðgerðir eru gjarnan vel faldar og þurfa ekki alltaf að liggja í því að opinbert starf er lagt niður á viðkomandi stað. Það er nefnilega þannig að ýmsir einkaaðilar hafa sinnt opinberum stofnunum út um allt land. Þannig hafa bókhalds- og endurskoðunarfyrirtæki sinnt heilbrigðisstofnunum á Ísafriði og í Bolungarvík um langt árabil. Nú hefur því verið breytt og þessi störf flutt til ríkisendurskoðunar. Þetta er stórmerkilegt og tel ég víst að engar krónur hafi sparast með þessari aðgerð – líklega hefur kostnaðurinn aukist. Þetta gerist á sama tíma og ratsjárstöðin á Bolafjalli flyst að mestu á Miðnesheiðina og með henni 9 stöðugildi. Bakvinnsla sem áður fór fram á Ísafirði fer nú fram hjá Reiknistofu bankanna. Velta Sparisjóðs Vestfirðinga minnkaði um 700 milljónir við þessa arfavitlausu aðgerð.
Til þess að ramma það inn í eitt skipti fyrir öll að Vestfirðir eru ekki baggi á þjóðinni er hollt að enda á eftirfarandi samantekt:
Aflaverðmæti á svæðinu: tæpir 6 milljarðar á ári
Útflutningsverðmæti: 10 milljaðrar á ári.
Tekjuskattar einstaklinga: 3.5 milljarðar
Hagnaður vestfirskra banka árið 2006: 1 milljarður.
Fjármagnstekju- og fyrirtækjaskattar: ekki ljóst en umtalsverðar upphæðir þar sem á svæðinu eru rekin blómleg fyrirtæki og talsverður fjöldi lifir á fjármagnstekjum eingöngu.
Það er rangt að halda því fram að Vestfirðir séu illa rekið svæði. Verðmætin sem stöndug og framsækin fyrirtæki skila þjóðarbúinu eru langt umfram það sem svæðið tekur úr ríkiskassanum á móti. Vöruskipti við útlönd eru jákvæð á Vestfjörðum en opinberar framkvæmdir eru á sama tíma í algjöru lámarki.
Ég er algjörlega með strandsiglingar á heilanum og lýk máli mínu alltaf á þeim. Hafnirnar sem skapa m.a. þessi gríðarlegu verðmæti hafa þurft að horfa á annarri af tveimur tekjulindum sínum sem eru útflutningstekjur. Með beinni aðgerð ríkisins var komið stoðum undir stærstu höfn Íslands sem eru Faxaflóahafnir. Útflutningur fer að langmestu leyti um þessa höfn þrátt fyrir að verðmætin séu sköpuð í 400-1000 km. fjarlægð frá höfninni. Þetta gerði ríkið með því að niðurgreiða landflutninga þannig að strandsiglingar lögðust af. Hvað ætli Faxaflóahafnir hafi grætt á þessari “byggðaaðgerð” ríkisins?
4 Comments:
Heyr, heyr!
Þú átt heiður skilinn fyrir að nenna að standa í rökræðum við þessa rugludalla, Stínu og Gunnar Þórðar.
Góð grein hjá þér Grímur. Ef Vestfirðingar standa ekki á sínu þá gerir það enginn fyrir þá. En þú mátt eiga von á því að birtist þessi grein á bb.is þá er jafnvíst að Gunnar Þórðarson mun örugglega svara og andmæla þér. Það er bara svoleiðis....:))
Haltu bara áfram.
Amen...en Gunni frændi á örugglega eftir að pexa yfir þessu
kveðja
Skrifa ummæli
<< Home