föstudagur, mars 16, 2007

Núll og nix


Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik? Spyr Vfífilfell og eru bara svona ljómandi hressir. Þeir botna ekkert í móðursjúku vælukjóunum sem finna að þessum orðum.

Stefán Torfi Sigurðsson hjá Vífilfelli segir :

Það er afturhvarf til fortíðar í tíðarandanum þessa stundina. Mér finnst þurfa svolítið góðan vilja til að sjá eitthvað hroðalegt út úr þessu slagorði. Slagorðin í herferðinni eru öll í þessum gír: Af hverju ekki að snúa sér beint að kjarnanum og ekkert vesen.

Af hverju ekki að snúa sér að kjarnanum og ekkert vesen? Það þarf nú ansi góðan vilja til þess að mislíka ekki slíkar orðsendingar í tengslum við kynlíf. Tíðarandi sem byggir á því að ganga allt af einu skrefi lengra í dag en í gær er heldur ömurlegur enda held ég að fólk sé almennt ekki á bylgjulengd Vífilfells í þessum efnum.

Má ég þá heldur biðja um langan forleik með malti og appelsíni....ekkert Zero takk!

4 Comments:

At 10:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já eða bara vatn :-)

 
At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég held að mig hafi aldrei langað jafn lítið í nokkurn drykk og Coke Zero. Mig langar minna í þetta en uppáhalds bjórtegund Arnaldar Loftssonar, og er þá mikið sagt.

Árni

 
At 6:45 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Vífilfell gæti eins auglýst ,,kók fyrir fífl" það kæmi í sama stað niður...

 
At 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ógeðslegt. Allt við þetta. Umbúðirnar eru fráhrindandi, auglýsingarnar þannig að um mann fer aumingjahrollur af verstu gerð, kók er alveg að fara með ímyndina með þessum hallærisgangi. Hvað varð bara um heiðarlega litla kók í gleri? Stóð alveg fyrir sínu. Og alveg hreint makalaust að tala um þetta sem leið til að "komast beint að kjarnanum." Hvaða kjarna? Það eru ekki einusinni næringarefni í þessum foráttuvonda drykk. Enginn kjarni þar. Tek undir með þér. Langur og góður forleikur. Sama hvort um er að ræða kynlíf eða annað. Þetta er ekki alltaf spurning um áfangasteðinn, heldur leiðina þangað! Hér eftir verður BARA drukkin kókómjólk með pylsunni í Hólmavík. Ekkert kók ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home