miðvikudagur, apríl 11, 2007

Gæti Spandau komið vestur?

Hitti mann frá Danmörku um helgina. Kunningja frá mínu fyrra lífi innan tónlistarbransans. Hann sagði mér frá því hvað sonur hans var að bardúsa við þessa dagana. Hann er að leggja lokahönd á verkefni við Kaupmannahafnarháskóla í arkitektúr og er viðfangsefnið fangelsi fyrir stríðsglæpamenn. Þetta var athyglisverð umræða – því það er ekki til neitt sérstakt fangelsi fyrir stríðsglæpamenn sem dæmdir hafa verið til langrar fangelsisvistar. Maður man auðvitað eftir hinu alræmda Spandau fangelsi þar sem Hess sat einn fanga um árabil. Tímarnir hafa breyst og þarfirnar líka. Þeir sem dæmdir eru fyrir stríðsglæpi eru margir hverjir sannfærðir um að þeir hafi verið að gera rétt og þjóna landi sínu. Okkur býður kannski við gjörðum þeirra en hér er ekki um venjulega glæpamenn að ræða.

Ég fór strax að hugsa hvers vegna hið einangraða Ísland tæki ekki boltann og byggði upp fangelsi sem sinna ætti þessum föngum – er það nokkuð vitlausara en hvað annað? Mönnum hefur dottið ýmislegt í hug upp á síðkastið – eins og að setja á laggirnar varalið lögreglu og heimavarnarlið. Væri það ekki ráð að taka slíkt fangelsi í notkun? Mörgum dettur efalaust í hug Miðnesheiðin þegar staðsetning slíks fangelsis er skoðuð en fyrir mér kemur aðeins einn staður til greina: Vestfirðir.

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að unnið sé að því að útbúa Spandau fyrir vestan.

4 Comments:

At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha??? er hugmyndasmiðja SF á útopnu þessa dagana að leita að einhverju til að bjarga byggðinni úti á landi. Það veitir ekki af einkum í ljósi þess að allar hugmyndir síðastliðin 20 ár og lengur hafa ekki virkað, eða allavegna fáar þeirra. En þessi hugmynd er sennilega ein sú al súrasta og fer í 3 sætið, nr 2 er það að ráðast í stórfelldar hafnarframkvæmdir til að? sem eiga að? æj ég veit það ekki, hvað átti það aftur að gera fyrir bygðina í landinu. nr 1 er það að halda að einhver vilji flytja til vestfjarða en ekki frá þeim

öryggisfangelsi he he he he vill SF minnka öryggi Íslendinga með því að flytja hingað hættulega menn sem eiga en hættulegri vini ja hérna

 
At 3:59 e.h., Blogger Grimur said...

Þakka þér fyrir þenna SF heiður - þú ert væntanlega að tala um Socialistisk Folkeparti? Súrt er það en hafnirnar máttu rökstyðja fyrir mig - þ.e. hvernig þær verða svona súrsaðar....

 
At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Grímur,
ég nenni ekki að lesa bloggið þitt, enda er ég ekki "alvöru fólk" og reyndar ekki einu sinni að "þamba latte".
En ef ég skil fyrirsögnina rétt þá ertu væntanlega að spá í að flytja inn hljómsveitina Spandau ballet. Erum við þá ekki að tala um NASA og svo Víkurbæ? Eigum við að hita upp?
- Kriss

 
At 9:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni - mér fannst færslan meika sens þegar ég las fyrirsögnina, en svo syrti í álinn. En Grímur, hvernig væri að reyna að fá bein (eða ösku) Rudolf Hess til Vestfjarða? Það er góð hugmynd, sem hver Bæjarstjóri gæti verið fullsæmdur af

Annars er aldrei að vita nema maður myndi bregða sér vestur að kíkja á Spandau Ballet...

 

Skrifa ummæli

<< Home