
Grjóthrunið hefur verið við upptökur að undanförnu og stefna á landvinninga. Reyndar varð upplausn í bandinu þegar einn limurinn ákvað að elta pólitískar ambisjónir sínar og bjóða sig fram til alþingis. Þetta setti nokkuð strik í þá hlutleysisstefnu sem viðhöfð hafði verið til þess dags. Eftir marga fundi og stranga náðust loks sættir. Þeir sem harðast deildu voru ónefndur bassaleikari og títtnefndur frambjóðandi. Bassaleikarinn vildi meira pönk á meðan frambjóðandinn hugaði að markaðssókn og búningum. Sættin felst í því að frambjóðandinn fær að sitja áfram á sínum lista – þrátt fyrir að hann sé í baráttusæti og allar lýkur á að hann setjist á þing – gegn því að búningar verði lagðir á hilluna og gítarsólóum verði stillt í mikið og gott hóf. Einnig verður hljóðblandað á hlutlausu landi og því haldið í Önundarfjörð til þess at arna. Við þessar málalyktir var hrært í vöfflur og haldið í Rúgbrauðsgerðina þar sem samningar voru undirritaðir.
Hér er svo
Eliza Wrona – með aðeins of miklu Dolby fyrir minn smekk en það lagast í Önundarfirðinum.
3 Comments:
Til lukku Grímur og félagar með fyrirtaks lag. Með betra grjóthruni sem ég hef heyrt...hmmm
Það verður spennandi að fylgjast með afurðum ykkar í framtíðinni. Tilvonadi forsætisráðherra mun væntanlega verða áfram í sönghlutverkinu í bandinu, eða hvað?
Forsætisráðherrann tilvonandi þarf auðvitað að gera margt til að halda stöðunni. Hann verður rekinn verði hann forsætisráðherra....
Lag ársins!
Skrifa ummæli
<< Home