þriðjudagur, maí 15, 2007

Nýir vendir sópa best


Við förum ekki í ríkisstjórn ef niðurstöður kosninganna vera í samræmi við skoðanakannanir. Það er lýðræðislegt að við drögum okkur í hlé. Þetta kepptust foringjarnir í Framsóknarflokknum við að segja alveg fram að kjördegi. 24 klst. síðar var allt breytt. Framsóknarflokkurinn skorast ekki undan ábyrgð....Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tæpu ári síðan glumdu auglýsingarnar: Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem kemur í veg fyrir hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins.

Er þetta ekki fullkomin lýsing á stjórnmálum á Íslandi? Hvar eru hetjurnar sem fórna sér þegar illa gengur? Mogens Lykketoft sem hélt sína bestu ræðu 30 mínútum eftir að ljóst var að honum hefði mistekist ætlunarverk sitt sem var að fella ríkisstjórn Venstre og Konsörvatívra. Hann sagði af sér enda bar hann pólitíska ábyrgð – flokkurinn galt afhroð. Á Íslandi er það nær undantekningalaust svo að menn hugsa fyrst og fremst um eigið skinn – ekki hagsmuni flokksins eða þjóðarinnar.

Það er alveg ljóst að landsmenn allir þurfa á nýrri ríkisstjórn að halda. Hún getur verið á marga vegu: Minnihlutastjórn D eða V og S. Meirihlutastjórn, D og S eða D og V nú eða V, S og B. Stjórnarseta B og D er orðin lúin og hún hefur um of bitnað á byggðum landsins. Vestfirðingar eiga þannig skilið eitthvað annað. Það er algjörlega á hreinu. Nýir vendir sópa best.

1 Comments:

At 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hummmmm eins og að ná ekki góðri kosningu í prófkjöri, og hlaupa daginn eftir í annann flokk :-)

 

Skrifa ummæli

<< Home